Vatnsósa forstjóri í tanki – Fyrsta stikla úr A Cure for Wellness

Óvenjuleg meðferðarúrræði með vatni leika stórt hlutverk í fyrstu stiklunni fyrir nýjustu mynd Lone Ranger og Pirates of the Caribbean: At Worlds End leikstjórans Gore Verbinski, A Cure for Wellness, sem er nýkomin út.

Stiklan hefst á því að aðalsöguhetjan er læst ofaní risastórum vatnstanki, fljótandi á yfirborðinu.

a-cure-for-wellness-620x335

Myndin markar endurkomu Verbinski í hrollvekjudeildina, en hann hefur eytt sl. fimmtán árum í að vinna einkum með Johnny Depp að Pirates of the Caribbean myndum, Rango og Lone Ranger, eins og fyrr sagði.

Með helstu hlutverk fara Dane DeHaan, Mia Goth og Jason Isaacs.

Metnaðarfullur ungur stjórnandi er sendur til svissnesku Alpanna til að endurheimta forstjóra fyrirtækisins úr höndum dularfulls meðferðarhælis. Hann fer fljótt að gruna að kraftaverkameðferðir hælisins séu ekki allar þar sem þær eru séðar. Þegar hann fer að fletta ofan af hrikalegum leyndarmálum, þá reynir á geðheilsu hans, og ekki batnar það þegar hann er greindur með sama sjúkdóm og þann sem allir á hælinu eru að leita sér lækninga við!

Myndin kemur í bíó á Íslandi og annars staðar 17. febrúar nk.

Skoðaðu stikluna og plakatið hér fyrir neðan:

a-cure-for-wellness-poster-620x918