1 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaGamanÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Jared Hess
Leikarar: Jason Momoa, Jack Black, Sebastian Eugene Hansen, Emma Myers, Danielle Brooks, Jennifer Coolidge, Jemaine Clement, Kate McKinnon
Velkomin í Minecraft heiminn þar sem sköpunargáfan hjálpar þér ekki aðeins að skapa, heldur er þér lífsnauðsynleg! Fjórar ólíkar persónur, Garrett "The Garbage Man" Garrison, Henry, Natalie og Dawn dragast skyndilega inn um dularfull hlið inn í Overworld: undarlegt kubba-ævintýraland sem lifir á ímyndunarafli. Til að ná að komast aftur heim þá þurfa þau að læra á þennan heim og vernda hann gegn illum öflum eins og Piglins og Uppvakningum. Einnig þurfa þau að fara í töfraferð með nýjum smiði, Steve. Saman mun ævintýrið reynast mikil áskorun fyrir hina skapandi eiginleika hvers og eins - sömu eiginleika og þau nota í raunheimum.
2 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn James Hawes
Leikarar: Rami Malek, Holt McCallany, Rachel Brosnahan, Laurence Fishburne, Julianne Nicholson, Caitríona Balfe, Jon Bernthal, Adrian Martinez, Marc Rissmann, Alice Hewkin, Christy Meyer, Henry Garrett
Bráðsnjall en einrænn dulmálssérfræðingur hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, tekur málin í eigin hendur þegar yfirmenn hans halda að sér höndum, eftir að eiginkona hans lætur lífið í hryðjuverkaárás í Lundúnum.
3 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Christopher Landon
Leikarar: Meghann Fahy, Brandon Sklenar, Violett Beane, Gabrielle Ryan, Jeffery Self, Ed Weeks, Travis Nelson, Fiona Browne, Tara Mae
Einstæð móðir og ekkja, Violet, er að fara á sitt fyrsta stefnumót í mörg ár á flottu veitingahúsi. Það verður henni mikill léttir að sjá að maðurinn, Henry, er bæði meira heillandi og myndarlegri en hún bjóst við. En andrúmsloftið milli þeirra fer að súrna þegar hún fer stöðugt að fá einhver nafnlaus skilaboð í símann.
4 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn David Ayer
Leikarar: Jason Statham, David Harbour, Michael Peña, Jason Flemyng, Arianna Rivas, Noemi Gonzalez, Eve Mauro, Maximilian Osinski, Emmett J Scanlan, Isla Gie, Cokey Falkow, Merab Ninidze
Levon Cade yfirgaf glæstan feril í hernum og sérsveitunum til að lifa einfaldara lífi við byggingarvinnu. En þegar dóttir yfirmanns hans, sem honum þykir vænt um eins og sína eigin, er rænt af mansalshóp, leiðir leitin hann inn í heim sem er spilltari en hann gat nokkurn tímann ímyndað sér.
5 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Peter Hastings
Þegar tryggur lögregluhundur og lögregluþjónninn eigandi hans slasast báðir í vinnunni á sama tíma, fara þeir í aðgerð sem heppnast ekki betur en svo að þeir blandast saman og Hundmann verður til. Hundmann ætlar sér að vernda og þjóna - og sækja, sitja og velta sér. Á sama tíma og Hundmann venst nýjum veruleika og reynir að vekja aðdáun yfirmannsins verður hann að stöðva ill áform ofurþorparans og kattarins Petey.
6 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
ÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Marc Webb
Leikarar: Rachel Zegler, Gal Gadot, Andrew Burnap, Lorena Andrea, Emilia Faucher, Ansu Kabia, Colin Michael Carmichael, Luisa Guerreiro, Eddison Burch
Prinsessa og sjö dvergar reyna að frelsa konungsríki prinsessunnar úr höndum illrar stjúpu hennar, Vondu drottningarinnar.
7 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÆvintýri
Leikstjórn Bong Joon-ho
Leikarar: Robert Pattinson, Naomi Ackie, Steven Yeun, Mark Ruffalo, Toni Collette, Anamaria Vartolomei, Daniel Henshall, Patsy Ferran, Steve Park, Emily Tebbutt, Stuart Whelan, Afolabi Alli, Chelsea Li, Thomas Turgoose, Spike White, Angus Imrie
Mickey Barnes, sem er þekktur sem "fórnanlegur" áhafnarmeðlimur í geimferð, er valinn í hættuleg verkefni því hægt er að endurnýja hann í sífellu ef líkaminn deyr, en minnið helst óskaddað. En hlutirnir geta þó farið illilega úrskeiðis.
8 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Dougal Wilson
Leikarar: Ben Whishaw, Hugh Bonneville, Emily Mortimer, Samuel Joslin, Madeleine Harris, Antonio Banderas, Olivia Colman, Julie Walters, Jim Broadbent, Imelda Staunton, Amit Shah
Í þessari mynd fer bangsinn Paddington aftur til Perú til að heimsækja sína ástkæru frænku Lucy, sem býr á dvalarheimili fyrir eldri birni. Með Brown fjölskylduna í eftirdragi þá hefst fljótlega æsispennandi ævintýri þegar ráðgáta sendir þau í óvænta ferð inn í Amazon regnskóginn og upp snarbrött fjöllin í Perú.
9 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Luca Guadagnino
Leikarar: Daniel Craig, Drew Starkey, Jason Schwartzman, Henrique Zaga, Drew Droege, Ariel Schulman, Daan de Wit, Colin Bates
Við erum stödd í Mexíkóborg á sjötta áratugnum þar sem við fylgjumst með amerískum innflytjanda á fimmtugsaldri sem lifir einangruðu lífi í fámenni. Þegar ungur námsmaður birtist á svæðinu, vaknar löngun mannsins til að mynda loks djúpstæða tengingu við einhvern.
10 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Steven Soderbergh
Leikarar: Cate Blanchett, Michael Fassbender, Tom Burke, Marisa Abela, Regé-Jean Page, Naomie Harris, Pierce Brosnan, Orli Shuka
Þegar leyniþjónustumaðurinn Kathryn Woodhouse er grunuð um svik við þjóðina þarf eiginmaðurinn hennar, sem einnig er rómaður njósnari, að gera upp við sig hvort ætlar hann að halda tryggð við eiginkonuna, eða þjóðina.
11 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Michael Morris
Leikarar: Renée Zellweger, Chiwetel Ejiofor, Hugh Grant, Jim Broadbent, Gemma Jones, Leo Woodall, Sarah Solemani, Josette Simon, Nico Parker, Leila Farzad, Shirley Henderson, James Callis, Sally Phillips, Celia Imrie, Neil Pearson, Emma Thompson, Isla Fisher, Joanna Scanlan
Bridget Jones sem nú er ekkja á sextugsaldri tekst á við áskoranir nútímalífs á sama tíma og móðurhlutverkið krefst mikils af tíma hennar og orku. Við sögu koma fjölskylda, vinir og fyrrum elskhugi hennar Daniel, en einnig yngri maður - og kannski - bara kannski - raungreinakennari sonar hennar.
12 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaGamanSpennutryllir
Leikstjórn Robert Olsen, Dan Berk
Leikarar: Jack Quaid, Amber Midthunder, Ray Nicholson, Jacob Batalon, Betty Gabriel, Matt Walsh, Evan Hengst, Conrad Kemp, Dominique Maher, DeVille Vannik
Nathan Caine fæddist með þann sjaldgæfa kvilla að vera ónæmur fyrir sársauka. Hann ólst upp við mikið öryggi og lærði að borða þannig að hann biti ekki eigin tungu af í ógáti. Og hann lærði að passa sig á að fara reglulega á klósettið. En þegar rán er framið í bankanum hans og kærastan tekin sem gísl, þá verður þessi eiginleiki hans að hans stærsta kosti, og hann heldur af stað í björgunarleiðangur.
13 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaTónlistÆviágrip
Leikstjórn James Mangold
Leikarar: Timothée Chalamet, Edward Norton, Elle Fanning, Monica Barbaro, Scoot McNairy, Dan Fogler, Boyd Holbrook, Joe Tippett, James Austin Johnson, David Alan Basche, Norbert Leo Butz, P.J. Byrne, Michael Chernus, Eli Brown, Charlie Tahan, Kayli Carter
Myndin gerist í iðandi listasenu New York borgar á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar. Við fylgjumst með hinum nítján ára gamla þjóðlagasöngvara Bob Dylan frá Minnesota. Hann kynnist goðsögnum úr tónlistarheiminum sem hrífast af unga manninum og stjarna hans rís hratt.
14 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Edward Berger
Leikarar: Ralph Fiennes, Stanley Tucci, John Lithgow, Isabella Rossellini, Lucian Msamati, Carlos Diehz, Sergio Castellitto, Brían F. O'Byrne, Merab Ninidze, Thomas Loibl, Jacek Koman, Joseph Mydell
Kardinálinn Lawrence fær það verkefni að stjórna einum elsta og leyndasta viðburði í heimi, vali á nýjum Páfa. Þegar valdamestu leiðtogar kaþólsku kirkjunnar hafa safnast saman alls staðar að úr heiminum og lokað sig af í Vatikaninu lendir Lawrence í miðju samsæris sem á eftir að hrista upp í stoðum kirkjunnar.
15 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
Drama
Leikstjórn Payal Kapadia
Leikarar: Kani Kusruti, Divya Prabha, Chhaya Kadam, Hridhu Haroon, Azees Nedumangad, Anand Sami, Lovleen Mishra
Daglegt líf hjúkrunarfræðingsins Prabha, sem býr í Mumbai á Indlandi, fer úr skorðum þegar hún fær óvænta gjöf frá fyrrum eiginmanni sínum. Yngri herbergisfélagi hennar, Anu, reynir að finna stað í borginni þar sem hún getur verið ein með kærastanum. Ferð í strandbæ gerir þeim kleift að finna næði fyrir þrár sínar og drauma.
16 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
RómantíkDrama
Leikstjórn Dag Johan Haugerud
Leikarar: Andrea Bræin Hovig, Tayo Cittadella Jacobsen, Thomas Gullestad, Lars Jacob Holm, Marte Engebrigtsen, Marian Saastad Ottesen, Morten Svartveit, Brynjar Åbel Bandlien, Svein Tindberg, Tov Sletta, Paal Herman Ims, Sigrid Huun
Læknirinn Marianne og hjúkrunarfræðingurinn Tor, forðast sambönd. Eftir að þau hittast á ferju þar sem Tor leitar að skyndikynnum, byrjar Marianne að kanna möguleikann á skyndilegri nánd og dregur í efa hefðbundin viðmið samfélagsins.
17 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Gints Zilbalodis
Kisi er einmana dýr og eftir mikið flóð finnur hann skjól á báti þar sem allskonar dýr búa. Nú upphefst ævintýraferð þar sem samvinna dýranna skiptir öllu máli.
18 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Mohammad Rasoulof
Leikarar: Soheila Golestani, Missagh Zareh, Mahsa Rostami, Setareh Maleki, Niousha Akhshi, Reza Akhlaghirad
Við fylgjumst með fjölskyldu rannsóknardómara þar sem byssan hans hverfur óvænt á sama tíma og heljarinnar mótmæli brjótast út í Teheran höfuðborg Írans. Innan áður samheldinnar fjölskyldu hans myndast eitrað andrúmsloft…
19 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanDramaGlæpa
Leikstjórn Alain Guiraudie
Leikarar: Félix Kysyl, Catherine Frot, Jacques Develay, Jean-Baptiste Durand, David Ayala, Serge Richard, Tatiana Spivakova, Elio Lunetta, Sébastien Faglain, Salomé Lopes
Jérémie er mættur í heimabæ sinn í jarðarför fyrrverandi yfirmanns síns, sem er bakarinn í þorpinu. Hann ákveður að staldra við í nokkra daga og búa hjá ekkju mannsins.
Dularfullt mannshvarf, ógnandi nágranni og prestur sem ekki er allur þar sem hann er séður....
20 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanDrama
Leikstjórn Maryam Moghadam, Behtash Sanaeeha
Hin sjötuga Mahin hefur búið ein í Tehran í Íran síðan eiginmaður hennar lést og dóttir hennar fór til Evrópu. Dag einn, þegar hún er að drekka te með vinum sínum, breytir hún út af vananum og blæs nýju lífi í ástarlíf sitt.