Náðu í appið

Vinsælast í bíó - 15. til 17. apr. 2025

1 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaGamanÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Jared Hess
Velkomin í Minecraft heiminn þar sem sköpunargáfan hjálpar þér ekki aðeins að skapa, heldur er þér lífsnauðsynleg! Fjórar ólíkar persónur, Garrett "The Garbage Man" Garrison, Henry, Natalie og Dawn dragast skyndilega inn um dularfull hlið inn í Overworld: undarlegt kubba-ævintýraland sem lifir á ímyndunarafli. Til að ná að komast aftur heim þá þurfa þau að læra á þennan heim og vernda hann gegn illum öflum eins og Piglins og Uppvakningum. Einnig þurfa þau að fara í töfraferð með nýjum smiði, Steve. Saman mun ævintýrið reynast mikil áskorun fyrir hina skapandi eiginleika hvers og eins - sömu eiginleika og þau nota í raunheimum.
2 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn James Hawes
Bráðsnjall en einrænn dulmálssérfræðingur hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, tekur málin í eigin hendur þegar yfirmenn hans halda að sér höndum, eftir að eiginkona hans lætur lífið í hryðjuverkaárás í Lundúnum.
3 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Christopher Landon
Einstæð móðir og ekkja, Violet, er að fara á sitt fyrsta stefnumót í mörg ár á flottu veitingahúsi. Það verður henni mikill léttir að sjá að maðurinn, Henry, er bæði meira heillandi og myndarlegri en hún bjóst við. En andrúmsloftið milli þeirra fer að súrna þegar hún fer stöðugt að fá einhver nafnlaus skilaboð í símann.
4 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn David Ayer
Levon Cade yfirgaf glæstan feril í hernum og sérsveitunum til að lifa einfaldara lífi við byggingarvinnu. En þegar dóttir yfirmanns hans, sem honum þykir vænt um eins og sína eigin, er rænt af mansalshóp, leiðir leitin hann inn í heim sem er spilltari en hann gat nokkurn tímann ímyndað sér.
5 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Peter Hastings
Þegar tryggur lögregluhundur og lögregluþjónninn eigandi hans slasast báðir í vinnunni á sama tíma, fara þeir í aðgerð sem heppnast ekki betur en svo að þeir blandast saman og Hundmann verður til. Hundmann ætlar sér að vernda og þjóna - og sækja, sitja og velta sér. Á sama tíma og Hundmann venst nýjum veruleika og reynir að vekja aðdáun yfirmannsins verður hann að stöðva ill áform ofurþorparans og kattarins Petey.
6 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
ÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Marc Webb
Prinsessa og sjö dvergar reyna að frelsa konungsríki prinsessunnar úr höndum illrar stjúpu hennar, Vondu drottningarinnar.
7 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÆvintýri
Leikstjórn Bong Joon-ho
Mickey Barnes, sem er þekktur sem "fórnanlegur" áhafnarmeðlimur í geimferð, er valinn í hættuleg verkefni því hægt er að endurnýja hann í sífellu ef líkaminn deyr, en minnið helst óskaddað. En hlutirnir geta þó farið illilega úrskeiðis.
8 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Dougal Wilson
Í þessari mynd fer bangsinn Paddington aftur til Perú til að heimsækja sína ástkæru frænku Lucy, sem býr á dvalarheimili fyrir eldri birni. Með Brown fjölskylduna í eftirdragi þá hefst fljótlega æsispennandi ævintýri þegar ráðgáta sendir þau í óvænta ferð inn í Amazon regnskóginn og upp snarbrött fjöllin í Perú.
9 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Luca Guadagnino
Við erum stödd í Mexíkóborg á sjötta áratugnum þar sem við fylgjumst með amerískum innflytjanda á fimmtugsaldri sem lifir einangruðu lífi í fámenni. Þegar ungur námsmaður birtist á svæðinu, vaknar löngun mannsins til að mynda loks djúpstæða tengingu við einhvern.
10 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Steven Soderbergh
Þegar leyniþjónustumaðurinn Kathryn Woodhouse er grunuð um svik við þjóðina þarf eiginmaðurinn hennar, sem einnig er rómaður njósnari, að gera upp við sig hvort ætlar hann að halda tryggð við eiginkonuna, eða þjóðina.
11 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Michael Morris
Bridget Jones sem nú er ekkja á sextugsaldri tekst á við áskoranir nútímalífs á sama tíma og móðurhlutverkið krefst mikils af tíma hennar og orku. Við sögu koma fjölskylda, vinir og fyrrum elskhugi hennar Daniel, en einnig yngri maður - og kannski - bara kannski - raungreinakennari sonar hennar.
12 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaGamanSpennutryllir
Leikstjórn Robert Olsen, Dan Berk
Nathan Caine fæddist með þann sjaldgæfa kvilla að vera ónæmur fyrir sársauka. Hann ólst upp við mikið öryggi og lærði að borða þannig að hann biti ekki eigin tungu af í ógáti. Og hann lærði að passa sig á að fara reglulega á klósettið. En þegar rán er framið í bankanum hans og kærastan tekin sem gísl, þá verður þessi eiginleiki hans að hans stærsta kosti, og hann heldur af stað í björgunarleiðangur.
13 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaTónlistÆviágrip
Leikstjórn James Mangold
Myndin gerist í iðandi listasenu New York borgar á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar. Við fylgjumst með hinum nítján ára gamla þjóðlagasöngvara Bob Dylan frá Minnesota. Hann kynnist goðsögnum úr tónlistarheiminum sem hrífast af unga manninum og stjarna hans rís hratt.
14 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Edward Berger
Kardinálinn Lawrence fær það verkefni að stjórna einum elsta og leyndasta viðburði í heimi, vali á nýjum Páfa. Þegar valdamestu leiðtogar kaþólsku kirkjunnar hafa safnast saman alls staðar að úr heiminum og lokað sig af í Vatikaninu lendir Lawrence í miðju samsæris sem á eftir að hrista upp í stoðum kirkjunnar.
15 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
Drama
Leikstjórn Payal Kapadia
Daglegt líf hjúkrunarfræðingsins Prabha, sem býr í Mumbai á Indlandi, fer úr skorðum þegar hún fær óvænta gjöf frá fyrrum eiginmanni sínum. Yngri herbergisfélagi hennar, Anu, reynir að finna stað í borginni þar sem hún getur verið ein með kærastanum. Ferð í strandbæ gerir þeim kleift að finna næði fyrir þrár sínar og drauma.
16 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
RómantíkDrama
Leikstjórn Dag Johan Haugerud
Læknirinn Marianne og hjúkrunarfræðingurinn Tor, forðast sambönd. Eftir að þau hittast á ferju þar sem Tor leitar að skyndikynnum, byrjar Marianne að kanna möguleikann á skyndilegri nánd og dregur í efa hefðbundin viðmið samfélagsins.
17 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Gints Zilbalodis
Kisi er einmana dýr og eftir mikið flóð finnur hann skjól á báti þar sem allskonar dýr búa. Nú upphefst ævintýraferð þar sem samvinna dýranna skiptir öllu máli.
18 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Mohammad Rasoulof
Við fylgjumst með fjölskyldu rannsóknardómara þar sem byssan hans hverfur óvænt á sama tíma og heljarinnar mótmæli brjótast út í Teheran höfuðborg Írans. Innan áður samheldinnar fjölskyldu hans myndast eitrað andrúmsloft…
19 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanDramaGlæpa
Leikstjórn Alain Guiraudie
Jérémie er mættur í heimabæ sinn í jarðarför fyrrverandi yfirmanns síns, sem er bakarinn í þorpinu. Hann ákveður að staldra við í nokkra daga og búa hjá ekkju mannsins. Dularfullt mannshvarf, ógnandi nágranni og prestur sem ekki er allur þar sem hann er séður....
20 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanDrama
Hin sjötuga Mahin hefur búið ein í Tehran í Íran síðan eiginmaður hennar lést og dóttir hennar fór til Evrópu. Dag einn, þegar hún er að drekka te með vinum sínum, breytir hún út af vananum og blæs nýju lífi í ástarlíf sitt.
Vinsælast í bíó - 15. til 17. apr. 2025