Wonka áfram vinsælust

Wonka heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð. Það er því ljóst að sjálfri ofurhetjunni Aquaman í kvikmyndinni Aquaman and the Last Kingdom tókst ekki að velta Wonka úr sessi. Myndin settist í annað sæti listans eftir sýningar síðustu helgar.

Ekki er þó öll nótt úti fyrir Aquaman. Dagarnir milli Jóla og nýárs eru jafnan miklir bíódagar og verður spennandi að sjá þær aðsóknartölur á nýja árinu.

Þriðja vinsælasta kvikmyndin, upp um tvö sæti milli vikna, er Jólamyndin Jólin hans Bangsa.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: