Yngdir upp fyrir Monsters University – Myndband

Kynningarherferðin fyrir nýju Monsters teiknimyndina, Monsters University, er smátt og smátt að taka á sig mynd, og nú er nýkomin skemmtileg stuttmynd ( e. Featurette ) þar sem leikstjórinn Dan Scanlon segir okkur frá myndinni.

Meðal þess sem hann talar um er ýmsar nýjar persónur í myndinni auk þess sem hann talar um hvernig yngja þurfti aðalpersónurnar upp til að þær litu trúverðugt út sem háskólastúdentar, til dæmis þurfti Sulley að vera grannvaxnari.

Í myndinni er einnig þónokkuð af nýju efni úr teiknimyndinni sem ekki hefur sést í þeim kitlum sem þegar hafa verið birtar:

Aðalhlutverk í Monsters University leika Billy Crystal, sem talar fyrir Mike, og John Goodman, sem talar fyrir Sulley, einnig eru þarna raddir Steve Buscemi Dave Foley, Julia Sweeney, Joel Murray og Peter Sohn. 

Myndin fjallar um þá Mike og Sulley, og þeirra fyrstu kynni og hvernig þeir leystu úr ágreiningsefnum og urðu síðan bestu vinir.

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 21. júní nk.