10 vanmetnar kvikmyndir frá Ridley Scott

Breski stórleikstjórinn Ridley Scott ítrekað náð að skrá sig í kvikmyndasögubækurnar með titlum eins og Alien, Blade Runner, Thelma & Louise og Gladiator.

Í ljósi þess að nýjasta stórvirki Scotts fer nú að prýða bíóhúsin, Gladiator ll, hefur álitsgjafi tekið saman lista yfir tíu vanmetnar kvikmyndir úr filmógrafíu leikstjórans.

10.

American Gangster (2007)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8
Rotten tomatoes einkunn 81%

Þegar einn af stærstu dópkóngum Manhattan geispar golunni grípur einkabílstjórinn hans, Frank Lucas (Denzel Washington), tækifærið og kemur sér í valdastöðu. Frank er harður í horn að taka og er farinn að stjórna eiturlyfjabransa borgarinnar áður en langt um líður. Þökk sé ...


9.

G.I. Jane (1997)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6
Rotten tomatoes einkunn 53%
The Movie db einkunn5/10

Þegar stjórnarmaður í fjárhagsnefnd hersins setur pressu á tilvonandi yfirmann í sjóhernum að hefja blöndun kynja í sjóhernum, þá býður hann þeim að fá inn sem prufu kvenkyns nemanda í úrvalsdeild sjóhersins, SEAL/C:R:T. Jordan O´Neill liðþjálfi fær þetta verkefni en ...


8.

Alien: Covenant (2017)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.4
Rotten tomatoes einkunn 65%
The Movie db einkunn6/10

Geimfarið Covenant er á leið til áfangastaðar á hjara Vetrarbrautarinnar þegar áhöfnin uppgötvar ókannaða plánetu sem við fyrstu sýn líkist Jörðinni mjög. Ákveðið er að lenda á plánetunni og skoða hana betur en sá könnunarleiðangur á fljótlega eftir að breytast í ...


7.

The Martian (2015)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8
Rotten tomatoes einkunn 91%
The Movie db einkunn8/10

Geimfarinn Mark Watney er talinn af og verður strandaglópur á plánetunni Mars eftir að geimskipið The Hermes lendir í fárviðri, en geimfarinn verður að reyna að draga fram lífið á plánetunni einn og yfirgefinn, með lítið af tækjum eða öðrum vistum meðferðis. Markmiðið er ...


6.

The Last Duel (2021)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 85%
The Movie db einkunn8/10

Jean de Carrouges er virtur riddari, þekktur fyrir hugrekki og hæfni á vígvellinum. Jacques Le Gris er skjaldsveinn, en gáfur hans og mælska hafa gert hann að einum virtasta aðalsmanni hirðarinnar. Þegar Le Gris nauðgar eiginkonu Carrouge, þá stígur hún fram með ásakanir á hendur ...


5.

A Good Year (2006)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.9
Rotten tomatoes einkunn 26%

Eftir engin samskipti við frænda sinn Henry um árabil, þá kemst Lundúnabúinn og bankamaðurinn Max Skinner að því að Henry hafi látist án þess að gera erfðaskrá, þannig að Max erfir stórhýsi og vínekru í Provence. Max bjó þar stóra hluta barnæsku sinnar, og lærði hvernig...


4.

1492: Conquest of Paradise (1992)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.4
Rotten tomatoes einkunn 32%
The Movie db einkunn6/10

Mynd um það þegar Christopher Columbus fann Ameríku, og hvaða áhrif það hafði á innfædda....


3.

Matchstick Men (2003)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 83%
The Movie db einkunn5/10

Hér segir frá svikahrappinum Roy Waller, sem hefur lengi stundað þá iðju, af mikilli list, að féflétta fólk. Frank er yngri félagi Roy, og lærlingur, sem hefur numið listina af meistaranum. Roy býr einn og hefur auðgast verulega í gegnum árin, á meðan Frank dreymir um að ná jafn...


2.

The Counselor (2013)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.4
Rotten tomatoes einkunn 33%
The Movie db einkunn5/10

Myndin fjallar um ríkan og farsælan lögfræðing sem er um það bil að fara að kvænast unnustu sinni en flækist fljótlega í flókið eiturlyfjamál í gegnum millilið sem kallast Westray. Allt fer þó á annan veg en þeir ætluðu og nú eru bæði hann og kærastan í mikilli hættu. ...


1.

Eftir dauða eiginkonu hans er járnsmiðnum Balian frá Ibelin ýtt inn í konungdæmi, pólitískt ráðabrugg og blóðugt heilagt stríð á tímum krossferðanna á tólftu öld. Director's Cut útgáfan er lengri og bætir inn næstum klukkutíma af efni. Einnig fékk þessi útgáfa mikið ...