Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Matchstick Men 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. september 2003

lie cheat steal rinse repeat

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
The Movies database einkunn 61
/100

Hér segir frá svikahrappinum Roy Waller, sem hefur lengi stundað þá iðju, af mikilli list, að féflétta fólk. Frank er yngri félagi Roy, og lærlingur, sem hefur numið listina af meistaranum. Roy býr einn og hefur auðgast verulega í gegnum árin, á meðan Frank dreymir um að ná jafn langt einn daginn.

Aðalleikarar


Smellin gamanmynd frá hinum annars mistæka leikstjóra Ridley Scott um Roy(Nicolas Cage) og Frank(Sam Rockwell) sem stunda það að plata peninga út úr fólki. Roy þjáist af víðáttufælni og mörgu öðru og skyndilega skýtur fjórtán ára gömul dóttir hans(Alison Lohman) upp kollinum og málin flækjast stöðugt þegar hún byrjar að taka þátt í svikabrögðunum. Matchstick men er pottþétt skemmtun með góðri fléttu og frábærum húmor. Húmorinn er mjög kaldhæðnislegur og Cage á allan heiðurinn af því vegna þess að án hans væri þetta ekkert mjög fyndin mynd. Maðurinn sýnir bara svo mikla snilldartakta sem taugaveiklunarsjúklingur og maður bara getur ekki annað en hlegið að þessum kækjum hjá honum. Myndatakan er mjög fín og takið sérstaklega eftir því þegar umhverfið er sýnt með augum Cage. Alveg frábært. Rockwell er hins vegar í mjög grunnu hlutverki en virðist samt vera að gera sitt besta við að gefa karakter sínum einhvern fíling. Myndin þjáist fyrir voða fátt, það er aðallega það að hún er á köflum soldið hæg og er ekki alveg 100 prósent góð, það koma þarna einstaka slappir kaflar. En í heild er Matchstick men afbragðsgóð skemmtun með flottu endaplotti og frá mér eru það þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Meistaraverk, mynd sem ég bjóst ekki við að Ridley Scott mundi gera.Roy (Nicholas Cage,Face/Off, The Rock) er með sýkla og víðáttufælni og virðist vera einhver aumingi. En hann er loddari og svíkur peninga af fólki. Hann vinnur með Frank (Sam Rockwell, Heist, Jerry And Tom) og þeir eru tilbúnir að svindla mann sem hefur dágóðan skarf af pening. En þegar þeir eru byrjaðir á því kemur Angela (Alison Lohman, Big Fish) sem er dóttir Roy's og hann Roy hefur aldrei séð hana áður. Þegar Angela fattar að þeir eru glæpamenn vill hún gjarnar hjálpa þeim í svindlinu. Ridley Scott færir ykkur hálfvita og Sam og Nicholas túlka þá á ótrúlega góðan hátt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ánægjuleg og skemmtileg
Það er orðinn dágóður tími síðan Ridley Scott gerði síðast mynd sem leyfði einungis leikurunum að sýna hvað í þeim býr. En þannig er allavega tilfellið með Matchstick Men. Þetta er sérkennileg en þó stórskemmtileg blanda af gamanmynd, svikamillu og drama sem fókusar meira á persónur og vandamál/samskipti þeirra heldur en glæpi.

Nicolas Cage heldur sínu striki og er varla síðri hér heldur en í Adaptation. Hann er viðkunnanlegur og tryllt fyndinn í mörgum senum. Fyrsta senan hjá sálfræðingnum þar sem hann talar um að skjóta sig í hausinn er alveg brilliant og atriðið í apótekinu nálægt lokin er pjúra gullmoli og ætlaði ég aldrei að hætta að hlæja yfir framkomunni hans ("Have you ever been dragged to the sidewalk and beaten till you PISSED... BLOOD?!"). Cage er ótrúlega góður með margföldu kækina sína og þráhyggjuna en oftar en ekki sér maður góðu hliðar hans og allan tímann vonast maður eftir að allt fari vel hjá honum á endanum. Sam Rockwell er vel hress að venju og Alison Lohman ber líka hlutverk sitt mjög vel uppi. Hún er rúmlega tvítug og fer létt með það að líta út eins og fjórtán ára stelpa. Hún er allan tímann krúttleg en hættulega lúmsk og það svínvirkar ef þið pælið í hvernig hlutverkið spilast út þegar lengra líður á söguþráðinn. En það sem er eiginlega í aðalhlutverki hér er handritið sjálft. Samtöl eru einnig hnyttin og vel skrifuð og persónurnar fá hæfilega dýpt. Leikstjórn Scott's er traust enda fær hann nægilegt svigrúm til að gefa leikurum myndarinnar allan fókus, í stað þess að þurfa að kljást við tæknibrellur eða epískar sviðsmyndir.

Ég er samt ekki frá því að endirinn eigi eftir að fara í taugarnar á mörgum. Í fyrstu þótti mér hann vera algjört svindl og ófullnægjandi að nærri öllu leyti, en eftir að hafa hugsað betur um hann og litið betur á hann við samhengi myndarinnar, þá fannst mér hann fullkomlega virka. Matchstick Men er líka skreytt skemmtilegum retró lögum (að hætti Sinatra meðal annars) og heillar sífellt augað með glæsilegri kvikmyndatöku. Ég myndi tvímælalaust mæla með henni fyrir þá sem vilja notalega fléttu í léttari kantinum. Þetta er líklega ein skemmtilegasta mynd leikstjórans síðan Thelma & Louise, og takið sérstaklega eftir að ég sagði "skemmtilegasta" en ekki "besta." Talsverður munur þar á. En meðmæli eru engu að síður í toppmarki og ég væri vel til í að horfa á þessa mynd aftur.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er góð mynd. Og óvenjulegt og skemmtilegt að fá svona djúpa feita mynd, frá verksmiðjunum. Ridley Scott tryggir það með þessari mynd að ég sjái hans næstu. Í fyrsta lagi er um frábæran leik að ræða hjá öllum. Cage, einsog ég var hættur að þola hann, nær hér excellent leik. Hann fer verulega djúpt í karakter og nær úr hattinum manni sem maður trúir að sé til og hafi við vandamál að stríða, há hindrun þar. Sam Rockwell rennur ljúft og fer létt með sinn mann. Hann hefur náttúrulega takta og á auðvelt fyrir framan vélina, takta sem gera hann ómissandi í myndir og fellur sem flís við rass í þessa afar raunverulegu þungu og þægilegu mynd með þessu fína plotti. Stelpan stendur sig vel og allt þetta undir brilliant leikstjórn og góðu handriti gengur upp. Það hefur náðst að skapa svo svalt andrúmsloft í myndinni með Frankie boy raulandi undir, Whiskey Martini drykkjunum, reykmettuðu teppalögðu stofunum með panel veggjunum og þokulýsingu. Menn deyja í þessari mynd einsog öllum öðrum í dag en á sannfærandi hægan undrunar máta (engin byssa trekkt með tilheyrandi svölum hljóðum)þannig að maður finnur næstum því til og þá er árangrinum náð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Matchstick Men er ein af þeim óvæntustu myndum sem ég hef séð. Ridley Scott kemur hér með snilldarmynd sem allir eiga eftir að hafa gaman af. Roy(Cage) er ráðvilltur svindlari og er hann og félagi hans Frank(Rockwell) snillingar í sínu fagi (svindli). Roy er með sjúkdóm sem skilgreinist af því að hreinlætisfóbía og útidyrafóbía eru aðalvandamálin. Læknir hans sem útvegaði honum ólöglega lyf fyrir þessum vandamálum hefur flutt sig um set og engin veit hvar hann hefur komið sér fyrir. Roy fær kast og fer til sálfræðings til að fá lyfseðil. Sálfræðingurinn grefur upp úr honum mikla fortíðarsorg og nær að opna Roy alveg upp á gátt. Sálfræðingurinn leitar uppi konu hans og barn og kemur Roy og dóttur hans Angelu saman á fund. Roy reynir að leyna sinni persónu fyrir dóttur sinni, en það reynist erfiðara en að segja það. Upphefst allsherjar gaman og spenna og kemur þessi mynd mjög á óvart.


Endilega skellið ykkur á þessa mynd í bíó sem fyrst. Ekki missa af henni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.02.2012

Andleg misþyrming í 90 mínútur

Af öllum ofurhetjumyndum sem ég hefði verið til í að sjá framhald af, þá var Ghost Rider ekki beinlínis ofarlega á listanum mínum og eitthvað á ég erfitt með að trúa því að margir aðrir voru betlandi fy...

09.09.2011

Notenda-tían: Eftirminnilegustu frasarnir

Fyrsta Notenda-tían okkar er orðin að veruleika, og það er hann Heimir Bjarnason sem sendi inn fyrsta topplistann sem er notaður. Það voru fimm sendir inn og þætti okkur innilega vænt um að sjá fleiri spreyta sig og...

31.12.2009

Áramóta-Tían!

Þrátt fyrir að ég hafi skrifað topplista fyrir cirka mánuði síðan yfir bestu myndir áratugarins sem nú er að baki þá finnst mér erfitt að réttlæta það að telja upp einungis 25 titla og fjalla bara um 10. Notendur...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn