Eins og við greindum frá um daginn þá var engin Golden Globe verðlaunahátíð í þetta skiptið, en þó voru verðlaunin veitt á rétt rúmlega 30 mínútna löngum blaðamannafundi, án þakkarræðna og þess háttar óskapnaðar. Eins og allir vita er ástæðan fyrir þessu hið langdregna verkfall handritshöfunda í Hollywood.
„Þetta var mjög súrrealískt, við unnum verðlaun en enginn vildi fagna því önnur verðlaun þurftu að vera veitt.“ Ljóst er að vinningshafar hafa tekið verðlaununum í þetta sinn í hljóði, þar sem eiginlega enginn vinningshafanna hafði fyrir því að mæta á fundinn. Fréttamiðlar erlendis hafa líkt fundinum við vandræðalegt partý þar sem NBC bauð öllum en enginn kom!
Atonement fékk 7 tilnefningar og 2 verðlaun, Away from her fékk 1 verðlaun, og Johnny Depp var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street, en hann hefur verið tilefndur 7 sinnum til Golden Globe verðlauna án þess að hljóta verðlaunin sjálf. Hér er listinn yfir vinningshafana í heild sinni:
Besta aukaleikkona, Drama – Cate Blanchett I’m Not There
Besta lag– „Guaranteed,“ Into the Wild
Besta leikkona, söngleikur/gamanmynd – Marion Cotillard, La Vie en Rose
Besti aukaleikari – Javier Bardem, No Country for Old Men
Besta upprunalega handrit – Joel og Ethan Coen, No Country for Old Men
Besta leikkona, Drama – Julie Christie, Away from her
Besta tónlist– Dario Marianelli, Atonement
Besti leikstjóri– Julian Schnabel, The Diving Bell and the Butterfly
Besti leikari, söngleikur/gamanmynd– Johnny Depp,Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street
Besta mynd, söngleikur/gamanmynd – Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street
Besta erlenda myndin – The Diving Bell and the Butterfly
Besti leikari, drama – Daniel Day-Lewis, There will be Blood
Besta mynd, drama – Atonement

