Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Atonement 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 1. febrúar 2008

Torn apart by betrayal. Separated by war. Bound by love

123 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
The Movies database einkunn 85
/100
Tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna. Vann Óskarinn fyrir tónlist.

Robbie Turner er hermaður í breska hernum árið 1939, en hann er á leið með herfylki sínu til Frakklands í stríðið. Þetta var samt ekki það sem hann hafði séð fyrir sér, en líf hans tók u-beygju fjórum árum fyrr á Tallis setrinu þar sem hann ólst upp, en móðir hans starfaði þar sem ráðskona. Hann ólst upp með þremur Tallis börnum: syninum Leon,... Lesa meira

Robbie Turner er hermaður í breska hernum árið 1939, en hann er á leið með herfylki sínu til Frakklands í stríðið. Þetta var samt ekki það sem hann hafði séð fyrir sér, en líf hans tók u-beygju fjórum árum fyrr á Tallis setrinu þar sem hann ólst upp, en móðir hans starfaði þar sem ráðskona. Hann ólst upp með þremur Tallis börnum: syninum Leon, og dætrunum Cecilia og Briony. Robbie og Cecilia voru um það bil að fara að játa ást sín á hvoru öðru, en hin þrettán ára, ungi og efnilegi rithöfundurinn Briony, var einnig skotin í Robbie, sem var mun eldri. Briony les vitlaust í það þegar hún sér Robbie og Cecilia saman, og segir hluti sem veldur aðskilnaði þeirra, en Robbie tekst þó að leiðrétta það, áður en hann fer í fjögur ár í burtu í stríðið. Briony er átján þegar hann kemur aftur heim, og fer að vinna sem hjúkrunarkona. Nú veit hún hvaða skaða hún gerði þegar hún var 13 ára, og vill bæta fyrir það, bæði gagnvart Cecilia og Robbie, þó það taki hana alla ævina.... minna

Aðalleikarar


Atonement var gerð eftir samnefndri skáldsögu Ian McEwan. Bókin er margverðlaunuð og myndin fylgir henni víst mjög vel eftir (hef ekki lesið hana). Myndir er mjög vönduð, vel leikin og engu er til sparað. Ég verð samt að segja eins og er að myndin hreif mig ekkert sérstaklega. Hún var ágætis skemmtun og allt það, en þegar mynd fær 5 stjörnur frá Empire og fullt af verðlaunum býst maður við meiru. Myndin minnti mig mikið á myndirnar The English Patient og Cold Mountain, sem er ekki hrós. Don´t believe the hype, þetta er ágæt mynd.

SPOILER – Ekki lesa ef þið ætlið að sjá myndina, hér er helsta ástæðan fyrir því að myndin pirraði mig. Myndin fjallar í raun um það að hvernig rangur vitnisburður barns eyðileggur líf tveggja einstaklinga og heldur elskendum í sundur. Myndin heitir Atonement af því að stelpan sem bar ranglega vitni skrifar bók um atburði myndarinnar. Á þessum tímapunkti eru elskendurnir látnir en til að bæta fyrir (atone) syndir sínar lætur hún þau lifa hamingjusömu lífi saman í bókinni. Það finnst mér ekki bæta fyrir eitt eða neitt þegar þau eru dáin og fengu aldrei að vera saman út af henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Epic legend
Atonement er á margan hátt þessi hefðbundna breska "upper class" mynd sem við mörg hugsum um þegar við hugsum um Bretland. Myndin sjálf er alveg frábær, og geng ég svo langt að segja að þetta sé skyldusjón fyrir alla sem þyrstir í epic mynd.

Leikararnir sinna hlutverki sínu að prýði og hvernig handritið nær að flæða í gegn út myndina er hreint með ólíkinum, aldrei er dauð stund. Myndin byggist upp á sterkum persónuleikum karakteranna og er því óhjákvæmilegt að leikararnir haldi myndinni algerlega uppi, sem og þeir gera.

Það sem mér finnst helst skemmtilegast í myndinni er að sjá hversu mikið James MacAvoy hefur vaxið sem leikari á undanförnum árum.


3 1/2 stjarna
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fín bresk sápuópera
Atonment er gerð eftir samnefndri skáldsögu Ian McEwan og hefst árið 1935 og snýst um líf þriggja persóna Briony Tallis (sem er aðalpersónan), Cecilia Tallis og Robbie Turner. Í stuttu máli fjallar myndin um að Briony sakar Robbie (sem er elskhugi Cecilia) um glæp sem hann framdi ekki og snýst svo myndin um hvernig lygin hefur áhrif á líf persónanna.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn