Í bíó:
The Curious Case of Benjamin Button fór beint á toppinn á Íslandi um síðustu helgi, en hún græddi u.þ.b. 2,5 milljónir fyrstu helgina í sýningu. Bride Wars kemur einnig ný inn á listann í 3.sætið (2 milljónir), Hotel for Dogs kemur ný í 6.sætið (1,1 milljón) en nýjasta mynd Græna Ljóssins, The Reader kemur ný inn í 11.sætið, þrátt fyrir góða dóma og Óskarsverðlaunatilnefningar.
Á DVD:
Grínmyndin Step Brothers er vinsælasta myndin á íslenskum mynddiskaleigum í dag, en Íslendingar sækja greinilega í það að hlæja því grínmyndir eru áberandi á topplistanum.
Í USA:
He’s Just Not That Into You fór beint á toppinn vestanhafs, en hún verður frumsýnd á Íslandi þann 20.febrúar næstkomandi.
Smelltu hér til að sjá vinsælustu myndirnar á Íslandi (bíó og leigur) og í Bandaríkjunum.

