Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Step Brothers 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 5. september 2008

They grow up so fast.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 55% Critics
The Movies database einkunn 51
/100
1 verðlaun og 1 tilnefning.

Brennan Huff er atvinnulaus, 39 ára gamall maður sem býr enn hjá Nancy móður sinni. Dale Doback er einnig atvinnulaus fertugur maður sem býr hjá Robert einstæðum föður sínum. Þegar Robert og Nancy hittast og verða ástfangin neyðast Dale og Brennan til að búa saman hjá foreldrum sínum sem stjúpbræður. Sú sambúð fer illa af stað, þar sem þeir eru báðir... Lesa meira

Brennan Huff er atvinnulaus, 39 ára gamall maður sem býr enn hjá Nancy móður sinni. Dale Doback er einnig atvinnulaus fertugur maður sem býr hjá Robert einstæðum föður sínum. Þegar Robert og Nancy hittast og verða ástfangin neyðast Dale og Brennan til að búa saman hjá foreldrum sínum sem stjúpbræður. Sú sambúð fer illa af stað, þar sem þeir eru báðir mjög vanir því að búa einir með foreldri sínu, fá alla athygli þeirra og komast upp með að halda endalaust áfram að vera börn.... minna

Aðalleikarar

Viðbjóslega fyndin!
Adam Mckay gerir myndir með hræðilegum aulahúmor sem að ég fíla í drasl en maður sem ég fíla alls ekki er Will Ferrell. Hann lék til dæmis lélegustu mynd sem ég hef séð, Semi Pro. Svo voruð það myndir eins og Elf, Blades of Glory og Starsky & Hutch. Án djóks fílaði ég hann í þessari mynd. En John C. Reilly er minn maður, hann kann að Leika! Magnolia, Gangs of New York og Boogie Nights.

Handritið í myndinni er svo barnalegt, svo aulalegt að það er ekki annað hægt heldur en að hlæja. Will F. og John eru svo þroskaheftir í þessari mynd að það er án djóks að það er erfitt að hlæja ekki. Svo eru þeir að gera myndina svo fyrirsjánlega, að það er óþægilegt að hlæja.

Semsagt, ég hló og hló og hló. Jafn mikið og hló við The Hangover. Sumir leikarnir voru að ofleika mjög mikið. Eins og
Adam Scott, aðeins og mikill skíthæll. Rob Riggle var bara böggandi. 5 ára barn var harðari en hann, það var eitthvað við hann svo var of ýkt og bara leiðinlegt.

Mér fannst myndatakan var til fyrimyndar og klipping nákæm. Útlitið alls ekki slæmt og leikstjórn góð. Útlitið er samt frekar óraunverulegt, þá meina ég bjart og fanzý. Gervilegt, samt ekkert til þess að grenja yfir.

Nógu svartur, skítalegur, aulahúmor, Will Ferrel og John C. æðislega þroskaheftir eða bara geðveikt fyndnir. Svo er þetta líka þannig mynd að ég get horft á hana aftur og aftur, hlæja og hlæja. Ég er rosalega hrifinn af þessari mynd, En ég veit að þetta er ekki mynd sem allir fíla. Ég skil það svosem, það vill enginn horfa á móngólíta í 106 mínútur, en ég vill það!

8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Step Brothers er grínmynd mjög í anda Will Farrell. Hann og John C. Reilly leika óþroskaða fertuga menn sem búa hjá sitthvoru fráskildu foreldri. Þegar foreldrar þeirra hittast og verða ástfangin endar með að þau búa öll saman í sama húsinu. Ég hló alveg fullt af þessari mynd og fannst hún nokkuð skemmtileg. Hún er samt mjög silly og barnalegi húmorinn verður too much á köflum. Will Farrell á t.d. að vera með þvílíkt fallega söngrödd og svo ganga þeir bræðurnir í svefni með þvílíkum spassatöktum...æ ég veit það ekki. Hún skilur ekki mikið eftir sig en er samt vel þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ein af fyndnari myndum ársins
Will Ferrell er mistækur leikari, en getur þó alltaf látið mann hlægja. Í síðustu myndum hans hefur haldið þeim uppi einn, en í þessari fær allt leikaraliðið að taka þátt, og eru það þá sérstaklega John C. Reilly og Adam Scott sem skara fram úr. Step Brothers er ein af þessum ræmum sem söguþráðurinn skiptir eiginlega engu máli, heldur gengur myndin út á það að láta þig hlægja eins mikið og mögulega hægt er. Ég er þó ekki að meina það í þeim skilningi að hún fari yfir strikið með kjánalegheitum eins og venjan er. Myndin sjálf er yfir meðallagi fáránleg miðað við Will Ferrell mynd, og það er hægt að segja að hlægilegustu atriðin eru þau sem eru svo gjörsamlega útí hött að maður trúir því varla að þau sé að gerast fyrir framan mann.

Hér er á ferðinni ein af fyndnari myndum ársins 2008, sem kom mér sjálfum á óvart, enda hafa síðustu myndir Ferrell verið í besta falli ásættanlegar. Hér hittir kappinn naglann á höfuðið og lætur okkur fá mynd sem aðdáendur hans hafa vonast eftir síðan Anchorman. Þrátt fyrir sína augljósu galla, þá geymir hún eitt rosalegasta magn af one-linerum og minnisstæðum atriðum sem ekki er hægt að horfa framhjá. Engin skylda að sjá í bíó en klárlega á DVD. 7.5/10 - sterkar 3 stjörnur af 4
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn