Anchorman 2: The Legend Continues (2013)
"It's Kind of a Big Deal"
Fréttahaukurinn Ron Burgundy sem þráir ekkert heitar en frægð, frama og flotta hárgreiðslu er mættur á svæðið aftur eftir níu ára hlé og nú á aldeilis að taka hlutina með trompi.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Fréttahaukurinn Ron Burgundy sem þráir ekkert heitar en frægð, frama og flotta hárgreiðslu er mættur á svæðið aftur eftir níu ára hlé og nú á aldeilis að taka hlutina með trompi. Þótt Ron Burgundy hafi ekki þroskast mikið vitsmunalega er hann reynslunni ríkari, eða ætti a.m.k. að vera það. Það er sennilega ástæðan fyrir því að honum er boðið að gerast fréttaþulur á glænýrri sjónvarpsstöð, GNN, sem jafnframt er fyrsta fréttastöðin sem sendir út 24 klukkutíma á sólarhring. Ron ákveður auðvitað að þekkjast boðið og heldur til New York ásamt veðurfræðingnum vitlausa, Brick, söguskoðaranum Brian og íþróttafréttamanninum Champ Kind. Og auðvitað er eiginkonan, Veronica Corningstone, ekki langt undan ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur































