Aprílblað Mynda mánaðarins komið út!

Nýtt tölublað af Myndum mánaðarins er komið út og má nálgast það strax á rafrænu formi hér á kvikmyndir.is, eins og fyrri tölublöð sömuleiðis. Dreifing er einnig hafin í verslanir og á aðra staði sem dreifa blaðinu í pappírsformi.

Það er enginn annar en Tom Cruise sem prýðir forsíðu Bíó-hlutans í hlutverki sínu í myndinni Oblivion en hún er ein þeirra mynda sem frumsýndar verða í apríl.

Á forsíðu DVD-hlutans er myndin um Hobbitann, en hún er ein þeirra mynda sem kemur út á vídeó í apríl.

Myndir mánaðarins er að venju með yfirlit yfir allar nýjar myndir í bíó og á DVD/Blu-ray í apríl mánuði auk þess sem fjallað er um nýja tölvuleiki sem koma út í mánuðinum.

Eins og alltaf er blaðið kryddað með skemmtilegum fréttum og frásögnum. Gullkornin, staðreyndirnar og stjörnuspáin eru einnig á sínum stað eins og venjulega.

Bíómiðaleikurinn er líka á sínum stað, og hægt er að taka þátt í honum með því að smella hér.

Aprílblað Mynda mánaðarins komið út

Nú í dag kom út nýjasta eintak Mynda mánaðarins, en
þennan mánuðinn er nokkur áhersla lögð á ofurhetjur, hasar og ævintýraleg
fyrirbæri. Niðurstöður stórrar kosningar um bestu ofurhetjumynd allra tíma
samkvæmt áliti Íslendinga eru birtar á heilli opnu, en kosningin fór fram á
Kvikmyndir.is nú fyrr í mars.


Í blaðinu er einkaviðtal við sjálfan
Matthew Vaughn, leikstjóra hinnar umtöluðu Kick-Ass, auk einkaviðtals við Magnús Scheving, sem sýnir á sér nýja hlið í The Spy Next Door, en í viðtalinu kemur
fram hversu glæsileg (eða ekki) fyrsta Hollywood-takan hans var auk þess að við fáum smá
vísbendingar um hvert stefnan verður tekin eftir að hann hengir búning
Íþróttaálfsins inn í skáp í síðasta sinn.

Einnig er að finna viðtöl við
Louis Leterrier,
leikstjóra
Clash of the Titans, Tinu Fey, aðalleikkonu grínhasarsins Date Night, Channing Tatum, aðalleikara Dear John, og Americu Ferrera, sem brá sér í norrænt
teiknimyndagervi í
How to Train Your Dragon.

Auk þess er farið yfir Óskarinn, brugðið upp nýjum
stillum úr mestu harðhausamynd þessa árs,
The Expendables, auk fastra liða eins
og Gullkornanna og kynninga á nýjum myndum í bíó og á DVD auk
tölvuleikjaútgáfunnar
.

Það er því af ýmsu að taka í þessu 195. tölublaði Mynda
mánaðarins.