Barist við seiðkarla og dreka – D&D myndband

Ævintýramyndin Dungeons and Dragons: Honor Among Thieves kemur í bíó fimmta apríl á næsta ári og víst er að fjölmargir aðdáendur þessa vinsæla borðspils fagni og fjölmenni í bíó.

Chirs Pine og Michelle Rodriguez fara yfir málin, en þau leika aðalhlutverkin í myndinni.

Eins og þeir vita sem spilað hafa Dungeaons and Dragons er þetta mikill ævintýraheimur, þar sem furðuverur, seiðkarlar, fólk og tröll ferðast um og leysa snúin verkefni.

Seiðkarl.

Chris Pine aðalleikari segir í glænýju kynningarmyndbandi sem birt er hér að neðan ásamt plakati að hér sé á ferð sígild saga af mislitum hópi sem berst við seiðkarla og dreka til að bjarga heiminum.

Hugh Grant fer fyrir glæpahópi en hann segist þó ekki vera eins illur og sumar aðrar persónur.

Eins og segir einnig í myndabandinu vonast aðstandendur til að koma töfrum Dungeons & Dragons til skila á hvíta tjaldinu.

Ýmsar furðuskepnur birtast í myndinni.