Stríðsmyndin sannsögulega Dunkirk, nýjasta mynd leikstjórans Christopher Nolan, var best sótta myndin bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum um nýliðna helgi. Rúmlega 4.000 manns komu til að sjá myndina í íslenskum kvikmyndahúsum og tekjur af aðsókninni námu tæpum sex milljónum króna.
Lestu umfjöllun gagnrýnanda kvikmyndir.is um myndina hér
Í Bandaríkjunum námu tekjur af sýningum myndarinnar rúmum 50,5 milljónum bandaríkjadala.
Önnur aðsóknarmesta mynd helgarinnar var teiknimyndin Aulinn ég 3, en í þriðja sæti er önnur ný mynd, framtíðarmyndin Valerian and the City of a Thousand Planets eftir franska leikstjórann Luc Besson.
Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: