Dwayne Johnson hrósar Orra

Bandaríski stórleikarinn Dwayne Johnson, sem talar fyrir hundinn Krypto í DC League of Super-Pets, sem nú er í bíó hér á landi, hrósar Orra Hugin Ágústssyni, í nýju myndbandi þar sem þeir félagarnir rabba saman. Orri leikur Krypto í íslenskri útgáfu teiknimyndarinnar.

Góðir félagar rabba saman.

Myndbandið byrjar á léttu nótunum. Orri segir „Ég er Dwayne Johnson“, en Johnson svarar að bragði, nei, ég er Dwayne Johnson.

Orri afsakar sig með því að hann sé bara að reyna að negla Dwayne Johnson röddina sína.

Eftir að Johnson er búinn að leggja lítið próf fyrir Orra þá spyr hann hann hvað annað Orri hafi gert til að búa sig undir hlutverkið.

Orri segist þá hafa t.d. farið í ræktina sex sinnum í viku auk þess sem hann borði nú sjö sinnum á dag, en eins og flestir ættu að vita er Dwayne Johnson mikill kraftakarl.

Tekur þessu alvarlega

Johnson hlær að þessu og segir að það sé gott að Orri taki þessu alvarlega.

„Já, ég verð að komast í gott form fyrir svona stórt ofurhetjuhlutverk,“ segir Orri.

Sjáðu myndbandið í heild sinni hér fyrir neðan: