Samstarfsverkefni Balta og Game of Thrones-leikarans er farið að taka á sig mynd.
Leikstjórinn og ofurframleiðandinn Baltasar Kormákur er með mörg járn í eldinum þessa dagana og hefur lítið látið faraldurinn stöðva maskínuna. Auk sjónvarpsseríunnar Kötlu, sem sýndir verða á Netflix í vor eða sumar, er Baltasar að ljúka við að klippa þriðju þáttaröðina af Ófærð og jafnframt er spennutryllirinn Beast með Idris Elba í vinnslu fyrir Universal Studios. Þá er Baltasar einnig… Lesa meira
Fréttir
Lengsta ofurhetjumynd allra tíma
Það er ekki lengdin sem öllu máli skiptir, heldur skemmtanagildið.
Justice League útgáfa Zacks Snyder verður ekki gefin út í fjórum hlutum eins og áður var gefið upp, heldur sem ein risamynd - cirka 240 mínútur að lengd. Um er þá að ræða lengstu ofurhetjumynd sem hingað til hefur verið gerð og verður hún bönnuð börnum yngri en 17 ára… Lesa meira
Ókeypis myndir á RVK Feminist Film Festival
Vegna COVID fer hátíðin fram á netinu að þessu sinni.
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RVK Feminist Film Festival er hafin og stendur til 17. janúar. Í tilkynningu frá hátíðinni, sem haldin er nú annað skiptið, segir að áfram verði lögð áhersla á kvenleikstýrur, sjóndeildarhringurinn víkkaður og nýju þema bætt við. Haldinn verður Zoom umræðupanell tileinkaður kvikmyndatökukonum. Aðalmarkmiðið í ár er að tengjast… Lesa meira
Ólíklegt að stórmynd Pratts komi í bíó
Tökur á The Tomorrow War fóru meðal annars fram á Vatnajökli.
Lengi hefur staðið til að frumsýna stórmyndina The Tomorrow War í kvikmyndahúsum. Upphaflega átti að frumsýna myndina í fyrra, en hún var síðar færð til júlímánaðar 2021. Þykir nú líklegt að myndin sleppi alfarið bíóútgáfu þar sem streymisrisinn Amazon Prime er í samningaviðræðum um að tryggja sér sýningarréttinn. Samkvæmt vef… Lesa meira
Listræn samsuða af drama og kómedíu
NORMS er glæný íslensk vefþáttaröð.
Norms er ný íslensk vefþáttaröð sem frumsýnd verður á RVK Feminist Film Festival 14. janúar næstkomandi. Þættirnir segja frá Söru, ungri reykvískri konu sem á erfitt með að fóta sig í fyrirsjáanlegum hversdeginum. Drifin áfram af hvatvísi og sjálfseyðingarhvöt setur hún allt á hliðina, eyðileggur sambandið við unnustu sína og… Lesa meira
Óþolandi að leika Bean
Þriðja bíómyndin um Mr. Bean er í vinnslu um þessar mundir.
„Velgengni Mr. Bean hefur aldrei komið mér á óvart. Það er einfaldlega stórfyndið að fylgjast með fullorðnum einstaklingi hegða sér eins og smákrakki án þess að hann gerir sig grein fyrir því,“ segir breski leikarinn Rowan Atkinson um frægustu persónu sína - sem hann þolir ekki að leika. Atkinson tjáði… Lesa meira
Bestu (og verstu) kvikmyndir 2020
Rúmlega 40 titlar. Dembum okkur í þetta.
Nú þegar (bíó)árið er að baki þýðir ekki annað en að gera upp framlög til kvikmyndalistarinnar og sjá hvað upp úr stendur.Hvaða kvikmyndir grættu okkur mest? Hverjar voru þær fyndnustu? Hverjar voru mest spennandi, fallegastar og hverjar skildu mesta óbragðið eftir sig?Þetta eru spurningarnar sem margir bíófíklar og sjónvarpshámarar eiga… Lesa meira
25 vinsælustu myndirnar á Netflix árið 2020
Jólamyndir og gredda á toppnum.
Af þeim kvikmyndum sem eru í boði eyddu notendur Netflix mestum tíma í jólamyndir, stjörnufans, hasar og umdeilda afar greddumynd á nýliðnu ári. Streymisrisinn upplýsti notendur sína á dögunum um 25 mest streymdu kvikmyndatitla 2020. Kemur það sjálfsagt fáum á óvart hvaða titill rauk á toppinn, þó magn jólamynda gæti… Lesa meira
Hversu ruglað var 2020 í poppkúltúr?
Getur hugsast að hið ómögulega COVID-ár hafi verið besta ár Íslandssögu í poppkúltúrnum?
2020 er að baki. Farið. Búið. Bless. En aldeilis verður erfitt eða rétt um bil ómögulegt að gleyma þeim farangri sem árið bar í skauti sér. Með útbreiðslu COVID-19 fór ekki einungis allt á hliðina víða um heim, heldur tók þetta heim poppkúltúrsins með sér á marga vegu. Stórar breytingar,… Lesa meira
Þetta segja landsmenn um Skaupið: „Love love love á þetta skaup!“
Það streymdu inn sterkar skoðanir á Áramótaskaupinu, að venju.
Sitt sýnist alltaf hverjum um Áramótaskaupið um ár hvert og þykir mikið sport að deila um gæði þess. Má þó segja að viðbrögð séu almennt í jákvæðari kantinum þetta árið, af fyrstu tístum landsmanna að dæma.Í Skaupinu var farið yfir góðkunnug mál með óvæntum uppákomum á meðan gert var upp… Lesa meira
Sér eftir hlutverki Bond-stúlkunnar
„Með aldrinum áttaði ég mig á því hversu margt er á gráu svæði varðandi konur í Bond-myndum.“
Breska leikkonan Gemma Arterton ber ekki hlýjan hug til ákvörðun sinnar um að gerast svonefnd Bond-stúlka í hasarmyndinni Quantum of Solace. Myndin var gefin út árið 2008 - við mikla aðsókn en dræmar viðtökur - og fór þar Arterton með hlutverk MI6 njósnarans Strawberry Fields, persónu sem leikkonan segir hafa… Lesa meira
Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu
Margir snillingar féllu frá árið 2020.
Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikkonur frá gullaldarárum Hollywood, upprennandi stórleikara, brautryðjandi Íslendinga, tvo fræga úr heimi Star Wars og uppáhalds James Bond leikara… Lesa meira
10 vinsælustu sjónvarpsþættir Netflix árið 2020
Money Heist, Tiger King og The Queen’s Gambit vöktu athygli víða þetta árið.
Notendur Netflix eyddu mestum tíma í að horfa á Money Heist, Tiger King og The Queen’s Gambit þetta árið. Streymisrisinn upplýsti notendur sína á dögunum um hvert vinsælasta sjónvarpsefni ársins 2020 væri og ættu upplýsingarnar ekki að koma mörgum á óvart.Listinn byggir á því hversu margir notendur horfðu á minnst… Lesa meira
Wonder Woman 3 í bígerð
WW84 hefur verið á vörum margra yfir hátíðirnar.
Framleiðsla á þriðju kvikmyndinni um Wonder Woman er þegar hafin og mæta þær Gal Gadot og Patty Jenkins leikstjóri aftur til leiks til að klára þríleikinn.Kvikmyndaverið Warner Bros. tilkynnti þetta um leið og aðsókn og áhorfstölur streymdu inn fyrir Wonder Woman 1984. Myndin var frumsýnd víða um heim í kvikmyndahúsum… Lesa meira
Bond til sölu?
Serían leitar mögulega að nýju heimili.
Forsvarsmenn MGM Holdings Inc. hyggjast selja kvikmyndaver félagsins og með því njósnarann hennar hátignar, James Bond. Frá því er meðal annars greint á vef Wall Street Journal og segir þar að vonast sé til með sölunni að kvikmyndasafn versins muni vekja athygli streymisþjónusta. MGM inniheldur alls rúmlega fjögur þúsund titla og sautján þúsund klukkustundir af sjónvarpsefni. Hermt er að markaðsvirði… Lesa meira
Ást, ófriður og undur yfir meðallag
Wonder Woman 1984 er fínasta eitur fyrir hina svartsýnustu.
Það er skandall að á meðan tíu kvikmyndir þar sem Spider-Man kemur við sögu og töluvert fleiri með Batman, að Wonder Woman hafi fyrst fyrir þremur árum birst í kvikmynd. Að vísu hafði Zack Snyder kynnt hana til leiks árið 2016 í hinni ofhlöðnu ‘Dawn of Justice,’ þar sem Gal… Lesa meira
Af hverju Friends?
Hvort ert þú meira Seinfeld eða Friends megin í lífinu?
Hvort ert þú meira Seinfeld eða Friends megin í lífinu? Í aðdraganda þess að frægu sexmenningar Central Perk hverfa af streymi Netflix nú um áramótin þykir kjörið að skoða aðeins sögu, einkenni og vinsældir þáttanna. Auk þess þykir vert að kanna það hvers vegna þekktar persónur grínþátta verða svona oft… Lesa meira
Upprunalegi Boba Fett látinn
Leikarinn hafði glímt við Parkinsons-sjúkdóminn um nokkurra ára skeið.
Breski leikarinn Jeremy Bulloch lést í gær, 75 ára að aldri, en hann er mörgum Stjörnustríðsunnendum kunnugur sem mannaveiðarinn Boba Fett. Bulloch hafði átt við heilsuvandamál að stríða og hafði einnig glímt við Parkinsons-sjúkdóminn um nokkurra ára skeið. Ferill Bullochs og sjónvarpi spannaði hálfa öld en auk Stjörnustríðs lék hann… Lesa meira
Alsæll með bóluefnið
Breski gæðaleikarinn kveðst vera afar heppinn.
Sir Ian McKellen, hinn virti leikari, var bólusettur í gær vegna Covid-19 og þar af leiðandi með fyrstu frægu einstaklingum til að hljóta slíkt. Kveðst hann vera mjög heppinn og hikar ekki við að mæla með bóluefninu frá Pfizer fyrir alla.McKellen, sem er 81 árs, er þekktastur fyrir túlkun sína… Lesa meira
Sjón með nýja túlkun á Hamlet
Hin óviðjafnanlega Noomi Rapace fer með aðalhlutverkið.
Sænska leikkonan Noomi Rapace hefur verið ráðin í titilhlutverk glænýrrar túlkunar á Hamlet og er handritið eftir rithöfundinn Sigurjón Birgi Sigurðsson, eða Sjón. Kynjahlutverkum verður snúið við í þessari aðlögun og hefur dansk-íranski kvikmyndagerðarmaðurinn Ali Abbasi leikstjórn með höndum. Myndin verður samstarfsverkefni fyrirtækjanna Meta Film og Boom Films og er… Lesa meira
Brot á meðal tíu bestu þáttaraða ársins
Serían hefur almennt notið gífurlegra vinsælda á Netflix víða um heim.
Íslenska spennuþáttaröðin Brot (e. The Valhalla Murders) er valin meðal tíu bestu þáttaraða ársins í Bretlandi á menningarsíðu BBC. Segir í úttekt miðilsins að þættirnir átta séu kjörnir fyrir „hámhorf“ á vetrartíma og er farið fögrum orðum um íslenska landslagið, þemun og ekki síður tónlistina.Serían hefur almennt notið gífurlegra vinsælda… Lesa meira
Baltasar segir skilið við hundamynd Wahlbergs
Þriðja samstarfsverkefni Baltasars og Marks Wahlberg komið í hundana.
Nýr leikstjóri hefur verið ráðinn fyrir kvikmyndina Arthur the King, mynd sem Baltasar Kormákur átti upphaflega að leikstýra. Það er breski leikstjórinn Simon Cellan Jones sem tekur við keflinu, en hann hefur marga fjöruna sopið í sjónvarpsþáttagerð. Á meðal þátta má nefna Boardwalk Empire, Jessica Jones og Ballers. Arthur the… Lesa meira
Öskraði á fólk fyrir að virða ekki fjarlægðarmörk
Hlustaðu á Tom Cruise húðskamma tökulið fyrir að fylgja ekki sóttvarnarreglum.
Stórstjarnan Tom Cruise trylltist á tökustað yfir samstarfsmönnum sem fylgdu ekki starfsreglum vegna COVID-19. Atvikið átti sér stað í London við tökur á myndinni Mission: Impossible 7 og rataði upptaka af fúkyrðum leikarans í breska slúðurmiðilinn The Sun. Hermt er að Cruise hafi séð tvo starfsmenn standa í minna en… Lesa meira
Fleiri æfir yfir HBO Max herferðinni: „Ólöglegt niðurhal mun sigra“
Leikstjóri Dune er ekki bjartsýnn á framhaldsmynd.
Það fór aldeilis ekki lítið fyrir tilkynningu kvikmyndaversins Warner Bros. þegar ákveðið var að gjörbreyta útgáfuplani 17 væntanlegra stórmynda. Ákvörðunin felur það í sér að gefa kvikmyndir félagsins út á streymisþjónustu HBO Max á sama tíma og þær eiga að lenda í bíóhúsum. Þetta skipulag kom mörgu kvikmyndagerðarfólki í opna… Lesa meira
Kvikmyndin þarf ekki að vera eins og bókin
Ólafur Darri ræðir tilgang lífsins og ágæti The Shining.
Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson er landsmönnum vel kunnur enda reglulega með mörg járn í eldinum. Nýverið vakti hann mikla athygli fyrir sjónvarpsþættina Ráðherrann auk þess sem honum brá fyrir í gamanmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Hefur hann einnig komið við sögu í þáttunum Cursed, tölvuleiknum Assassins… Lesa meira
Cook ráðin í He’s All That
Úr “lúðanum” í mömmuna.
Bandaríska leikkonan Rachael Leigh Cook mun bregða fyrir í gamanmyndinni He’s All That, væntanlegri endurgerð hinnar geysivinsælu She’s All That frá 1999. Cook fór þar með annað aðalhlutverkið. Kynjahlutverkum verður snúið við í nýju myndinni, en sú upprunalega fjallaði um vinsælan „töffara“ á útskriftarári sem gerir veðmál við félaga sína… Lesa meira
Batman v Superman í endurbættri útgáfu
Þriggja tíma „Ultimate“ útgáfan verður fáanleg í stærri ramma.
Stórmyndin Batman v Superman: Dawn of Justice verður gefin út í endurbættri útgáfu á HBO Max streymið á næsta ári. Tilefnið er að hita upp fyrir hina væntanlegu útgáfu Zacks Snyder á Justice League, sem margir aðdáendur hafa beðið óþreyjufullir eftir. Justice League, sem gefin verður út í fjórum hlutum,… Lesa meira
Heillandi tónaflóð og tómarúm
Stuttmyndin Island Living leynir á sér.
Stuttmyndin Island Living, í leikstjórn Viktors nokkurs Sigurjónssonar, tekur öðruvísi snúning á það sem best er lýst sem "eymdarklisju íslenskra verka", þar sem afskekkt þorp speglar tómarúm í sál persóna. Segir hér frá hinum 12 ára gamla Braga, sem býr einn með móður sinni á Seyðisfirði og virðist lítið tengjast… Lesa meira
Ekki gott lúkk, Zemeckis
Eitthvað fór alvarlega úrskeiðis með þessa nálgun á Nornunum.
Strætó-útgáfan:Þessi saga Roald Dahl býður upp á spennandi útfærslu, en hér er því miður um áhrifalitla útgáfu að ræða. The Witches frá Robert Zemeckies er flækt í tónaglundroða og sjónarspilið er skuggalega lítið fagurt. Bökkum nú aðeins... Eitthvað fór alvarlega úrskeiðis í þessari nálgun á Nornunum. Sú var tíðin að… Lesa meira
Blautur í bransapólitík
Kvikmyndin Mank frá David Fincher er „biopic“ af betri gerðinni.
'Mank' er sannkölluð kvikmyndaperramynd. Það bæði lyftir henni upp á vissan gæðastall en vinnur sömuleiðis gegn henni í augum almenna áhorfandans. En myndin, sem í fyrstu virðist þurr og uppfull af sér sjálfri, er fljót að sanna sig sem þrælskemmtilegt eintak; hið forvitnilegasta innlit í hugarheim áhugaverðs manns, innlit í… Lesa meira

