Fyrstu myndirnar frá setti The Other Guys var lekið á netið um helgina. Adam McKay hefur sagt að þessi mynd verði minna súeralísk heldur en hans fyrri verk , Anchorman og Step Brothers.
„Grunnhugmyndin er sú að þú ert með tvær stjörnulöggur New York, ýmindaðu þér Bruce Willis og Mel Gibson tvíeiki, þeir eru gaurarnir sem lenda í öllum eltingaleikjunum og fá allt kvenfólkið. EN þessi saga segir hins vegar frá gaurunum við hliðina á þeim… Hinir Gaurarnir.“ Segir McKay.
Þeir sem fara með aðalhlutverk myndarinnar eru Mark Wahlberg, Will Ferrell, Samuel L. Jackson, Eva Mendes, Dwayne „Tannálfur“ Johnson og Michael Keaton.



