Golden Globe verðlaunin veitt

Eins og við greindum frá um daginn þá var engin Golden Globe verðlaunahátíð í þetta skiptið, en þó voru verðlaunin veitt á rétt rúmlega 30 mínútna löngum blaðamannafundi, án þakkarræðna og þess háttar óskapnaðar. Eins og allir vita er ástæðan fyrir þessu hið langdregna verkfall handritshöfunda í Hollywood.

„Þetta var mjög súrrealískt, við unnum verðlaun en enginn vildi fagna því önnur verðlaun þurftu að vera veitt.“ Ljóst er að vinningshafar hafa tekið verðlaununum í þetta sinn í hljóði, þar sem eiginlega enginn vinningshafanna hafði fyrir því að mæta á fundinn. Fréttamiðlar erlendis hafa líkt fundinum við vandræðalegt partý þar sem NBC bauð öllum en enginn kom!

Atonement fékk 7 tilnefningar og 2 verðlaun, Away from her fékk 1 verðlaun, og Johnny Depp var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street, en hann hefur verið tilefndur 7 sinnum til Golden Globe verðlauna án þess að hljóta verðlaunin sjálf. Hér er listinn yfir vinningshafana í heild sinni:

Besta aukaleikkona, DramaCate Blanchett I’m Not There

Besta lag– „Guaranteed,“ Into the Wild

Besta leikkona, söngleikur/gamanmynd – Marion Cotillard, La Vie en Rose

Besti aukaleikariJavier Bardem, No Country for Old Men

Besta upprunalega handrit – Joel og Ethan Coen, No Country for Old Men

Besta leikkona, DramaJulie Christie, Away from her

Besta tónlist– Dario Marianelli, Atonement

Besti leikstjóriJulian Schnabel, The Diving Bell and the Butterfly

Besti leikari, söngleikur/gamanmyndJohnny Depp,Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street

Besta mynd, söngleikur/gamanmyndSweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street

Besta erlenda myndin The Diving Bell and the Butterfly

Besti leikari, drama – Daniel Day-Lewis, There will be Blood

Besta mynd, dramaAtonement