Græðgi að segja sögur allra

S.J. Clarkson, leikstjóri ofurhetjumyndarinnar Madame Web, sem komin er í bíó á Íslandi, útskýrir í nýrri grein í vefritinu Deadline afhverju aðrar köngulóarkonur voru ekki útskýrðar í þaula í myndinni.

Kvikmyndin, sem er með Dakota Johnson í titilhlutverkinu, segir upprunasögu Cassandra “Cassie” Webb, síðar þekkt sem Madame Web, eða Frú vefur, í lauslegri íslenskri þýðingu.

Fleiri ofurkonur koma við sögu því kvikmyndin kynnir einnig til sögunnar þær Julia Cornwall (Sydney Sweeney), Mattie Franklin (Celeste O’Connor) og Ayna Corazón (Isabela Merced), sem að lokum verða ólíkar útgáfur af Köngulóarkonunni (e. Spider-Woman).

Þó að við fáum að sjá framtíð þeirra í leiftursýnum innan Spider-Man heimsins, þá fá áhorfendur ekki upplýsingar um hvernig þær fá ofurkrafta sína, en það var með ráðum gert.

Madame Web (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn3.8
Rotten tomatoes einkunn 12%

Sjúkraflutningamaðurinn Cassandra Webb byrjar að finna fyrir skyggnigáfu og getur séð framtíðina. Hún þarf nú að horfast í augu við atburði úr fortíðinni og vernda þrjár ungar konur fyrir dularfullum fjandmanni sem vill þær feigar. ...

“Sko, mér fannst það vera aðeins of mikil græðgi að segja fjórar upprunasögur í einni kvikmynd,” sagði Clarkson í samtali við ComicBook.

Clarkson er bresk og hefur getið sér gott orð sem leikstjóri Doctors, EastEnders, Footballers Wives og sjónvarpsseríunnar um Marvel ofurhetjuna Jessica Jones.

“Það er eiginlega ekki réttlátt, eða er það? Ég verð að deila því. Hey. Ég á við, aðalmálið er Madame Web ekki satt? En ég vona að það sem er spennandi er að þarna er verið að kitla. Og ég held að upprunasaga kvennanna, sem við fáum, vonandi, er ákveðin vísbending um andann sem býr í þeim.”

Smá skæting

Clarksons segist hafa reynt að halda sig við anda teiknimyndasagnanna til að finna út hverjar konurnar eru og fá smávegis af skætingi og persónueinkennum í gegn. “En það er heilmikil saga að segja, held ég, í einni kvikmynd. Og ég held að það væri ekki sanngjarnt gagnvart þeim að reyna að troða því öllu í eina kvikmynd. Þannig að ég held að Madame Web eigi myndina, og svo er allskonar þróun tengd henni.”

Þetta er fyrsta ofurhetjumynd Dakota Johnson sem er 34 ára gömul. „Ég hef aldrei gert kvikmynd þar sem þú ert fyrir framan grænskjá og það eru gervisprengingar út um allt og einhver kallar: „Sprenging!“ og þú þarft að láta eins og þú sért í henni miðri. Fyrir mér var það algjörlega klikkað. Ég hugsaði, ég veit ekki hvort þetta virkar og verður gott. Ég vona að ég hafi skilað góðum leik.“

Kyn skiptir ekki máli

Clarkson sagði í The Daily Telegraph að von hennar hafi verið að gera frábæra kvikmynd, sálfræðitrylli innan Marvel heimsins sem hefði kvenhetjur í forgrunni, en þær væru einnig áhugaverðar persónur. Og ég held að ef persónur eru góðar þá skiptir kynið ekki máli.“