Hobbiti í háskaför – ný stikla!

Fyrsta sýnishornið er komið fyrir myndina um Hobbitan sem gerð er eftir sögu J.R.R. Tolkien, í leikstjórn Peter Jackson, The Hobbit: An Unexpected Journey .

Þetta er stikla til sýningar í sjónvarpi og sýnir aðalhetjuna, Bilbo Baggins, leikinn af Martin Freeman, meðal annars á ferð með dvergunum vinum sínum í háskaför. Einnig sést hinn beinaberi og miður geðslegi vandræðagepill Gollum, og einnig Thorin Oakenshield að segja skoðun sína á bardagahæfni Bilbo.

Aðalhlutverk í myndinni leika Elijah Wood, Andy Serkis,Ian McKellen, Christopher Lee, Ian Holm, Hugo Weaving og Cate Blanchett. Myndin kemur í bíó þann 14. desember nk.