Kubbafjörið heldur áfram

Þriðju vikuna í röð trónir nýja Lego kvikmyndin á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, og rétt eins og í síðustu viku er Alita: Battle Angel, næst vinsælasta kvikmynd landsins.

Glænýjar kvikmyndir eru síðan í þriðja og fjórða sæti aðsóknarlistans, eða What Men Want og Fighting With My Family.

Þrjár myndir til viðbótar eru nýjar á lista þessa vikuna. Pólska framhaldsmyndin Women of Mafia 2 fer beint í áttunda sæti listans, þeir Steini og Olli fara beint í 24. sætið, og í 28. sætinu eru Halaprúðar hetjur, eða Two Tails, aftur komnar inn á listann.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan. Smelltu til að stækka: