Hin stórgóða íslenska kvikmynd, Lof mér að falla, sem fjallar um harðan heim ungs fólks í vímefnaneyslu, er vinsælasta kvikmyndin á landinu eftir bíósýningar helgarinnar, en tekjur myndarinnar námu rúmum ellefu milljónum króna þessa fyrstu sýningarhelgi. Í öðru sæti kemur síðan önnur geysivinsæl mynd, toppmyndin í Bandaríkjunum, hrollvekjan The Nun, með rúmlega 10 milljónir í tekjur.
Þriðja sætið féll svo í skaut Mamma Mia! Here We Go Again, sem fór óvænt í fyrsta sætið í síðustu viku eftir sjö vikur í sýningum.
Auk Lof mér að falla og The Nun eru tvær nýjar myndir til viðbótar á bíóaðsóknarlistanum. Myndin um fjöldamorðin í Útey í Noregi fór beint í 14. sæti listans, og íslenska heimildarmyndin Söngur Kanemu fór beint í 22. sætið.
Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: