Lucas ítrekar ást sína á Jar Jar Binks

George Lucas höfundur Star Wars myndaflokksins, hefur nú enn og aftur látið hafa eftir sér hver sé uppáhalds Star Wars persóna hans, en hún er Jar Jar Binks. Ekki eru þó allir jafn hrifnir.

Lucas gaf þessa yfirlýsingu á myndbandsupptöku sem birt var á Star Wars hátíð í Chicago nú nýverið, áður en pallborðsumræður fóru fram í tilefni af 20 ára afmæli Star Wars: The Phantom Menace, þar sem áðurnefndur Binks kemur einmitt við sögu.

“Takk fyrir komuna,” sagði Lucas í myndbandinu. “[The Phantom Menace] er ein af mínum uppáhalds myndum og auðvitað er Jar Jar uppáhalds persóna mín.  Ahmed [Best], þú stóðst þig frábærlega. Þetta var mjög, mjög erfitt.”

Best lék persónuna í myndinni frá 1999, og sótti innblástur í Disney persónuna Guffa. Leikur hans var sögulegur þar sem þetta var í fyrsta skipti sem svokölluð CGI tölvu-unnin persóna kom fram í leikinni mynd.

En þrátt fyrir ást Lucas á persónunni hefur Jar Jar lengi verið talinn slappasta persónan í myndaflokknum og var sökuð um að viðhalda fordómafullum staðalímyndum.

Einn aðdáandi sagði: “Ég er enn að bíða eftir að George Lucas geri sérstaka útgáfu af The Phantom Menace án Jar Jar Binks.”

Sumir eru þó sammála Lucas, og lýstu ánægju með ummælin.  “Hann er klárlega það næsta sem hægt er að komast í að vera áhugaverð Star Wars persóna.”

Star Wars: Episode I – The Phantom Menace verður 20 ára 19. maí nk.

Hér má lesa meira um málið.