Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Framhald af Smoke er alls ekki eins gott. Miðpunktur myndarinnar er líkt og áður tóbaksbúðin sem Harvey Keitel er búðarloka í. Eiginlega enginn söguþráður er í myndinni, heldur er hún frekar stuttar senur sem eru spunar á staðnum og kemur það misvel út. Hápunkturinn er þó samtal Keitels við Jim Jarmusch sem er að reykja sína síðustu sígarettu, frábært atriði. Í heildinni er myndin miðlungur, hvorki slæm né góð.
Ákaflega viðunandi og skartar að hluta sömu aðalsöguhetjunum og Smoke. Sérstök fyrir það að ekkert handrit er notað, bara búnar til aðstæður og leikarar látnir leika af fingrum fram, langoftast með framúrskarandi árangri. Sérstaklega senan þar sem leikstjórinn Jim Jarmush leikur mann sem er að reykja síðustu sígarettuna áður en hann hættir. Myndin hefði átt að fá Óskar þó ekki væri nema bara fyrir þá senu.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$2.000.000
Tekjur
$1.275.000
Aldur USA:
R