Þvílík snilld og jafnframt eina góða myndin með Schwarzenegger. Jingle all the way er eina myndin sem kemur mér í jólaskap. Engin kvikmyndaaðdáendi má láta þessa snilldar mynd fram hjá ...
Jingle All the Way (1996)
"Two Dads, One Toy, No Prisoners."
Howard Langston, sölumaður í dýnufyrirtæki, er alltaf upptekinn og hefur aldrei tíma fyrir son sinn, sem verður sífellt fyrir vonbrigðum með pabba sinn.
Öllum leyfðSöguþráður
Howard Langston, sölumaður í dýnufyrirtæki, er alltaf upptekinn og hefur aldrei tíma fyrir son sinn, sem verður sífellt fyrir vonbrigðum með pabba sinn. Eftir að Howard missir af karatekeppni hjá syni sínum, þá vill hann endilega reyna að bæta syni sínum það upp. Á þessum tímapunkti segir sonurinn Howard að honum langi í ofurhetjudúkku úr uppáhaldssjónvarpsþættinum sínum, Turbo Man. Til allrar óhamingju þá er Howard alltof seinn að redda gjöfinni, enda komið aðfangadagskvöld, og Turbo Man er uppseldur nær allsstaðar. Nú þarf Howard að ferðast út um alla borg og keppa við aðra pabba eins og hann, um Turbo Man dúkku, skyldi hún nú finnast einhversstaðar. Póstmaðurinn Myron er einn þessara pabba sem ætlar sér einmitt aldeilis að redda sér Turbo Man dúkku, og fara síðan á vetrarskrúðgönguna þar sem Turbo Man mun koma fram.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Gagnrýni notenda (2)
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráÓgeðslega leiðinleg mynd, ég get ekki sagt neitt meira um þessa mynd.
Framleiðendur


Verðlaun
Brian Levant fékk Razzie verðlaunin fyrir verstu leikstjórn.























