Náðu í appið
The Big Chill

The Big Chill (1983)

"In a cold world, you need your friends to keep you warm!"

1 klst 45 mín1983

Vinahópur sem var saman í háskólanum í Michigan á sjöunda áratug síðustu aldar, kemur saman í jarðarför eins úr hópnum, Alex, sem framdi sjálfsmorð.

Rotten Tomatoes69%
Metacritic61
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára

Söguþráður

Vinahópur sem var saman í háskólanum í Michigan á sjöunda áratug síðustu aldar, kemur saman í jarðarför eins úr hópnum, Alex, sem framdi sjálfsmorð. Hópurinn, sem er nú á fertugsaldri, hefur haldið sambandi í gegnum árin, en fólkið hefur fjarlægst eftir því sem líf þeirra hafa breyst. Hugsjónir hvers og eins úr hópnum hafa einnig tekið breytingum, en flestir voru róttækir og félagslega meðvitaðir á skólaárunum, en eru núna orðnir ráðsettir og lifa góðu lífi. Nú hefur bæst í hópinn hin unga og saklausa Chloe sem var kærasta Alex. Þau eyða nú helginni saman á heimili hjónanna Harold og Sarah í Suður Karólínu eftir jarðarförina. Ekki hvað síst í ljósi sjálfsmorðs Alex, þá ræða þau líf sitt og samband hvert við annað, þá og nú.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Columbia PicturesUS

Gagnrýni notenda (1)

★★★★★

Mynd um kynslóðina sem ætlaði að breyta heiminum eftir að draumarnir eru horfnir. Gamlir vinir eyða helgi saman eftir að einn úr vinahópnum fremur sjálfsmorð, mikil sjálfskoðun fer fram...