Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Myndin Festen fjallar aðallega um samband tveggja bræðra, annar drykkfelldur og ofbeldisfullur en hinn hlédrægur og kyrrlátur við hvorn annan og föður sinn þegar þeir koma í 60 ára afmælið sitt. Allt virðist ætla að fara mjög vel fram þar til ógnvænleg fjölskylduleyndarmál koma upp á yfirborðið og óvíst er að fjölskyldan muni nokkurn tímann sættast aftur. Festen er ein af þessum myndum sem skilur mikið eftir sig og er góð hvíld frá færibandaframleiðslunni í Hollywood. Myndin er mjög vel leikstýrt af Thomas Widerberg og einnig er hún mjög vel skrifuð. Skemmtilegt er við hana hvað hún fetar einstigið milli gamanmyndar og drama vel og er bæði drepfyndin á sama tíma og hún er harmþrungin. Hjálpa leikararnir þar mikið uppá en þeir eru hver öðrum betri, ekki síst Ulrich Thomsen sem hinn hlédrægi bróðir, kominn til að gera upp sakirnar við föður sinn. Ég mæli með þessari mynd við alla sanna kvikmyndaáhugamenn.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Mogens Rukov, Thomas Vinterberg
Framleiðandi
October Films
Kostaði
$1.300.000
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
14. janúar 1999
VHS:
14. september 1999