Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Office Space 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. júlí 1999

Work Sucks.

89 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 68
/100

Á skrifstofu Initech vinnur Peter Gibbons sem hatar starfið sitt, og hinn leiðinlega yfirmann sinn Bill Lumbergh sem er nýbúinn að ráða tvo ráðgjafa sem eiga að hjálpa honum að fækka fólki á skrifstofunni og hagræða. Bestu vinir Gibbons eru forritararnir Michael Bolton og Samir Nagheenanajar, sem hata einnig vinnustaðinn, og nágranni hans Lawrence. Kærastan... Lesa meira

Á skrifstofu Initech vinnur Peter Gibbons sem hatar starfið sitt, og hinn leiðinlega yfirmann sinn Bill Lumbergh sem er nýbúinn að ráða tvo ráðgjafa sem eiga að hjálpa honum að fækka fólki á skrifstofunni og hagræða. Bestu vinir Gibbons eru forritararnir Michael Bolton og Samir Nagheenanajar, sem hata einnig vinnustaðinn, og nágranni hans Lawrence. Kærastan Anna heldur framhjá honum en sannfærir hann um að fara til dáleiðslumeistarans Dr. Swanson. Peter segir frá því hvernig honum líður og Swanson dáleiðir hann. Dr. Swanson deyr hinsvegar strax eftir dáleiðsluna. Gibbons fer á stefnumót með gengilbeinunni Joanna og breytir viðhorfi sínu til fyrirtækisins, og nær því að verða hækkaður í tign af ráðgjöfunum. Þegar hann uppgötvar að Michael og Samir verði reknir, þá ákveða þeir að koma fyrir vírus í bókhaldskerfinu sem tekur eitt sent af hverri færslu í kerfinu og setur inn á reikning í nafni Peter. Michael gerir hinsvegar mistök í forrituninni og í staðinn fyrir að stela smáupphæð, þá stela þeir risaupphæðum ... ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þetta er eitthvað svo yndislega vitlaus og skemmtileg mynd. Kemur skemmtilega á óvart og mæli eindregið með henni fyrir þá sem fýla svona vitleysu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð víst að vera ósammála mörgum um Office space. Hún er ekki svona góð. Og ekki svona fyndin heldur nema ef vera skyldi hjá Gary Cole('Yeah...that would be great')og Stephen Root en hinir leikararnir eru ekki alveg að standa sig. Jennifer Aniston kemur reyndar sterk inn, aldeilis munur að sjá hana annarsstaðar en í Friends. Byrjunin á myndinni lofar gulli og grænum skógum og maður heldur að þetta sé rosalega góð svört kómedía(þrátt fyrir allt er hún svört)en svo missir hún alveg flugið og verður jafnvel þreytandi þegar hún er rúmlega hálfnuð. Ég verð þó að splæsa tveimur stjörnum fyrir það að ég persónulega hef gaman af svörtum kómedíum og þær eru aldrei alslæmar svo og súper frammistöðum hjá Cole, Root og Aniston. Office space er því að mínu mati ekki svona góð en það er alltílæ að grípa hana ókeypis með annarri nýrri sértu úti á leigu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð mynd Margar persónur minna mann á persónur í daglegu lífi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Maður nokkur sem vinnur á skrifstofu (Ron Livingstone,Swingers) fer í dáleiðslumeðferð til að losa streitu því að stjórinn hans er svo óþolandi en dáleiðandinn deyr og hann helst dáleiddur og þá gengur allt vel í lífinu hans,hann fær stöðuhækkun en allir hinir vinir hans missa vinnuna. Leikstjórinn Mike Judge gerir Beavis and Butthead þættina sem eru ógeðslega fyndnir og þessi mynd er líka geðveikt fyndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er á ferðinni mjög góð mynd og kom það mér mjög á óvart, bjóst ekki við miklu. En strax í upphafsatriðinu, umferðaröngþveitinu, þá grípur myndin athygli manns, sérstaklega þegar hvíti forritaranördinn er að rappa og svartur maður labbar framhjá...jæja, þú verður bara að sjá myndina sjálf(ur) til að skilja hvað ég meina. Þrjár og hálf stjarna, tek hálfa stjörnu frá vegna þess að myndin á það til að detta niður annað slagið, en ekkert sem háir myndinni alvarlega...svo verð ég að segja það, treilerinn sagði ekkert til um myndina sjálfa, þessi mynd kenndi mér að treysta þeim ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn