Náðu í appið
Office Space

Office Space (1999)

"Work Sucks."

1 klst 29 mín1999

Á skrifstofu Initech vinnur Peter Gibbons sem hatar starfið sitt, og hinn leiðinlega yfirmann sinn Bill Lumbergh sem er nýbúinn að ráða tvo ráðgjafa sem...

Rotten Tomatoes82%
Metacritic68
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:BlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Á skrifstofu Initech vinnur Peter Gibbons sem hatar starfið sitt, og hinn leiðinlega yfirmann sinn Bill Lumbergh sem er nýbúinn að ráða tvo ráðgjafa sem eiga að hjálpa honum að fækka fólki á skrifstofunni og hagræða. Bestu vinir Gibbons eru forritararnir Michael Bolton og Samir Nagheenanajar, sem hata einnig vinnustaðinn, og nágranni hans Lawrence. Kærastan Anna heldur framhjá honum en sannfærir hann um að fara til dáleiðslumeistarans Dr. Swanson. Peter segir frá því hvernig honum líður og Swanson dáleiðir hann. Dr. Swanson deyr hinsvegar strax eftir dáleiðsluna. Gibbons fer á stefnumót með gengilbeinunni Joanna og breytir viðhorfi sínu til fyrirtækisins, og nær því að verða hækkaður í tign af ráðgjöfunum. Þegar hann uppgötvar að Michael og Samir verði reknir, þá ákveða þeir að koma fyrir vírus í bókhaldskerfinu sem tekur eitt sent af hverri færslu í kerfinu og setur inn á reikning í nafni Peter. Michael gerir hinsvegar mistök í forrituninni og í staðinn fyrir að stela smáupphæð, þá stela þeir risaupphæðum ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

20th Century FoxUS

Frægir textar

"Michael: I even told those fudge-packers I liked Michael Bolton's music. "

Gagnrýni notenda (9)

Þetta er eitthvað svo yndislega vitlaus og skemmtileg mynd. Kemur skemmtilega á óvart og mæli eindregið með henni fyrir þá sem fýla svona vitleysu.

★★★☆☆

Ég verð víst að vera ósammála mörgum um Office space. Hún er ekki svona góð. Og ekki svona fyndin heldur nema ef vera skyldi hjá Gary Cole('Yeah...that would be great')og Stephen Root en hi...

Mjög góð mynd Margar persónur minna mann á persónur í daglegu lífi.

Maður nokkur sem vinnur á skrifstofu (Ron Livingstone,Swingers) fer í dáleiðslumeðferð til að losa streitu því að stjórinn hans er svo óþolandi en dáleiðandinn deyr og hann helst dále...

★★★★★

Ef þú ert að leita að einhverri mynd með geðveikum söguþræði skaltu ekki sjá þessu mynd. Myndin er góð frá uppahafi til enda þú skalt ekki reyna að bíða eftir einhverju svakalegu a...

Ron Livingston leikur forritara sem fer í dáleiðslumeðferð vegna streitu, en þar sem dáleiðarinn deyr áður en verkinu er lokið, helst hann dáleiddur það sem eftir er. Enda þótt hann mi...

Fyndin mynd. Að vísu hefði Jennifer Aniston mátt sjást meira. Leikararnir góðir og "íkornamaðurinn" fyndnastur. Þið sjáið ekki eftir að hafa séð hana.

Bráðfyndin grínmynd sem fjallar um nokkra forritara sem eru orðnir hundleiðir á vinnunni og grípa til sinna eigin ráða. Leikstjórinn Mike Judge er einna þekktastur fyrir að gera þættina ...