Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Second Act 2018

Frumsýnd: 26. desember 2018

Her talent was real. Her resume was not.

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 43% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Maya er komin á fimmtugsaldur og er föst í láglaunavinnu í stórmarkaði enda hefur hún hvorki menntun né reynslu til að geta sótt um betur launuð störf og finnst eins og hún sé í blindgötu með líf sitt. Dag einn breytist allt þegar einkarekið fjármálafyrirtæki býður henni fyrir misskilning hálaunað starf. Reyndar er ekki um alveg tóman misskilning að... Lesa meira

Maya er komin á fimmtugsaldur og er föst í láglaunavinnu í stórmarkaði enda hefur hún hvorki menntun né reynslu til að geta sótt um betur launuð störf og finnst eins og hún sé í blindgötu með líf sitt. Dag einn breytist allt þegar einkarekið fjármálafyrirtæki býður henni fyrir misskilning hálaunað starf. Reyndar er ekki um alveg tóman misskilning að ræða því eiginmaður bestu vinkonu Mayu hafði tekið upp á því að falsa bæði ferilskrá hennar og samfélagsvefi auk þess að sækja um vinnuna fyrir hana. Maya veit því ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar hún er kölluð í viðtal en ákveður að láta reyna á svindlið þegar á hólminn er komið. Eins og gefur að skilja lendir hún fljótlega í miklum vandræðum í starfinu enda eru miklar kröfur gerðar til hennar, kröfur sem hún í fyrstu hefur ekki hugmynd um hvernig á að mæta. En eftir því sem mótlætið verður meira því ákveðnari verður Maya að leggja ekki árar í bát, ná tökum á starfinu og sýna um leið hvað í henni býr ...... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn