This Is Spinal Tap
1984
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Does for rock and roll what The Sound of Music did for hills
82 MÍNEnska
96% Critics 92
/100 Árið er 1982 og breska þungarokkhljómsveitin Spinal Tap fer í stærsta hljómleikaferðalag sitt til þessa til Bandaríkjanna til að kynna nýja plötu sína "Smell the Glove". Ferðin er svo stór að heimildarmyndagerðarmaðurinn og aðdáandi hljómsveitarinnar, Marti DeBergi, fær áhuga á öllu saman, og ákveður að gera heimildarmynd um ferð hljómsveitarinnar... Lesa meira
Árið er 1982 og breska þungarokkhljómsveitin Spinal Tap fer í stærsta hljómleikaferðalag sitt til þessa til Bandaríkjanna til að kynna nýja plötu sína "Smell the Glove". Ferðin er svo stór að heimildarmyndagerðarmaðurinn og aðdáandi hljómsveitarinnar, Marti DeBergi, fær áhuga á öllu saman, og ákveður að gera heimildarmynd um ferð hljómsveitarinnar í gegnum Bandaríkin. En eftir því sem heimildarmyndinni vindur fram þá fækkar áhorfendum jafnt og þétt, uppseldir tónleikar á risastórum leikvöngum eru nú orðnir litlir tónleikar á góðgerðarsamkomum og allt þar til þeir eru farnir að leika í einkasamkvæmum þar sem enginn tekur í raun eftir þeim. Nýja platan þeirra floppar en fær þokkalega dóma gagnrýnenda, en hljómplötuverslanir eiga erfitt með að selja plötuna vegna klúrrar myndar á forsíðunni, sem leiðir til lítillar sölu. Röð atvika kemur í veg fyrir að hljómsveitin nái þeirri velgengni sem hún á skilið. En hversu lengi getur þetta gengið? Og munu þeir finna réttu áhorfendurna?... minna