Náðu í appið
Öllum leyfð

Annie Hall 1977

Fannst ekki á veitum á Íslandi

A nervous romance.

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 97% Critics
The Movies database einkunn 92
/100
Vann fern Óskarsverðlaun; besta mynd, besti leikstjóri, besta leikkona í aðalhlutverki og besta handrit sem skrifað er fyrir bíómynd.

Ástarævintýri taugatrekkts uppistandara í New York, Alvy Singer, og álíka taugaveiklaðrar kærustu hans, Annie Hall. Myndin fylgist með sambandi þeirra, allt frá því þegar þau hittast fyrst, og er einnig einskonar söguskoðun á ástarlífi fólks á áttunda áratug síðustu aldar.

Aðalleikarar


Ég bjóst ekki við mjög miklu(en samt einvhverju) þegar ég sá Annie Hall í gærmorgun. Frægasta og jafn framt talin besta mynd Woody Allen en eina mynd sem ég hef séð eftir hann var vibbinn Hollywood ending. Samkvæmt samgangrýnendum mínum hér á Annie Hall víst að vera bygð á sambandi Woody Allen og Diane Keaton og leika þau bæði aðalhlutverkin og eiginlega sig sjálf.

Sögurþráðurinn er þannig mjög eifaldur og fjallar um grínistann Alvy Singer(Allen ofcourse) og um samband hans og líf með Annie Hall(Keaton) og bara líf hans án hennar.

Annie Hall er löngu talin klassík og sló í gegn umleið og hún var frumsýnd. Woody leikstýrir, skrifar og leikur aðalhlutverkið. Handritið hans er MJÖG fyndið og myndin á mörg frábær moment.

Hann leikur líka sína persónu sína mjög vel en hann er ALLTAF eins í hverri einustu mynd. Leikstjórn hans er fín en ekkert rosalega sérstök. Hann er góður leikari/handritshöfundur já, en ekkert rosalega sérstakur leikstjóri. Það er ekkert einstakt við leikstjórnina hans.

Keaton er líka mjög góð sem Annie og fékk líka Óskar. Annie Hall er nokkuð góð mynd en ekkert meistaraverk og skilur ekkert mikið eftir sig. Mæli með henni fyrir áhugasama og þá sem fíla svona húmor.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Snilld, hrein og tær. Allen er meiri taugahrúga en nokkru sinni áður og fyndnari en nokkru sinni fyrr. Reyndar fyndnari en nokkur maður nokkurntíma, hef ég trú á.

Hef reyndar ekki meira um þessa mynd að segja, sjáið hana bara ef þið eruð ekki búin að því og takið eftir Jeff Goldblum í tveggja sekúndna hlutverki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Besta kvikmynd snillingsins Woody Allen, en hún hlaut óskarsverðlaunin sem besta kvikmynd ársins 1977. Sjálfsævisöguleg úttekt á sambandi Allens og jafnframt sambandsleysi hans við leikkonuna Diane Keaton sem var ástkona hans í tæpan áratug. Hér er urmull hinna einstöku Allens-brandara og pælinga um ástina, en líka dýpri og innilegri íhuganir, enda er Annie Hall persónulegasta mynd Allens fyrr og síðar, gerð af einstakri hlýju og skilningi og ekki síst léttum húmor. Mörg einstaklega góð atriði, stór og smá, en Allen hreppti bæði óskarinn fyrir leikstjórn sína og handritið ásamt Joseph Marshall. Annie Hall fjallar um stormasamt samband grínista við söngkonu sem á sér háleit markmið í lífinu og mikla drauma. Inn á milli fljóta hressilegir brandarar og athugasemdir um lífið og tilveruna að hætti Allens. Diane Keaton hlaut óskarsverðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Annie Hall. Hún fer á kostum í hlutverkinu og vinnur þar stærsta leiksigur ferils síns. Það eru hinsvegar fáir sem vita að raunverulegt nafn leikkonunnar er Diane Hall, þaðan kemur eftirnafn aðalsöguhetju myndarinnar. Ég mæli eindregið með þessari stórkostlegu kvikmynd við allt kvikmyndaáhugafólk. Klassísk kvikmynd í kvikmyndasögunni sem verðskuldar ekkert minna en fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Besta mynd Allen er byggð á sambandi hans við Diane Keaton sem leikur eiginlega sjálfa sig hér. Myndin hefur fjölmarga frábæra punkta þar sem atriði með Christopher Walken er líklega áhugaverðast fyrir aðra en Allen aðdáendur. Ein af þessum must see myndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn