Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Vertigo 1958

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Alfred Hitchcock engulfs you in a whirlpool of terror and tension!

128 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
Rotten tomatoes einkunn 93% Audience
The Movies database einkunn 100
/100
Vertigo var í fyrra valin besta mynd allra tíma í könnun breska kvikmyndatímaritsins Sight and Sound sem gerð er á tíu ára fresti meðal flestra helstu gagnrýnenda og kvikmyndagerðarmanna heims. Hún hefur um áratugaskeið verið talin krúnudjásnið í ferli Hi

Fyrrverandi lögreglumaður í San Fransisco, John "Scottie" Ferguson, sem þjáist af lofthræðslu, rannsakar einkennilega hegðun eiginkonu gamals vinar en laðast um leið að henni af dularföllum orsökum.

Aðalleikarar

Meistari spennunnar
Vertigo þýðir á ensku tilfinningin sem að maður fær þegar maður er lofthræddur og lítur niður stóra hæð. Þetta lýsir þó myndinni ekki alveg þótt að þetta gefi manni ákveðna hugmynd um hvað hún er.
Vertigo er klassísk spennumynd eftir meistara spennunnar Alfred Hitchcock. Í henni tekst Hitchcock virkilega að taka mann á tauginni og rugla mann alveg í ríminu.

Myndin fjallar um manninn John (Scottie) Ferguson, hann hættir sem rannsóknarlögregla eftir að hafa misst lögreglu sem var með honum í máli og sjá manninn hrapa niður margar hæðir. Scottie verður eftir þetta virkilega hræddur við hæðir. Einn daginn er þó haft samband við hann þar sem gamall vinur hans vill að hann hafi auga með Madeleine konu sinni því hann haldi að hún sé andsetin af anda dáinnar ömmu sinnar. Hann fer að elta hana og kemst að því að hún er alveg rugluð og að hann verði að bjarga henni, en á meðan hún er í lagi andlega verður hann ástfanginn af henni. Svo gerast mjög undarlegir atburðir og verður myndin virkilega spennandi og rugllngsleg, en þá þarf að muna að ekkert er eins og það sýnist.

Myndin er virkilega góð og þurfa allir aðdáendur gamalla kvikmynda eða Hitchcocks sjálfs að sjá hana. Hún kemur virkilega á óvart og heldur áfram að vera spennandi eftir fimmtíu ára aldurinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg frá því ég sá Vertigo fyrst fyrir um það bil 12 árum síðan hefur hún verið uppáhalds bíómyndin mín. Kvikmyndagagnrýnendur um allan heim virðast líka á einu máli um ágæti hennar, enda gefa þeir henni fullt hús stiga í svo til öllum þeim handbókum, sem ég hef litið í, og telja hana ósjaldan til bestu mynda sögunnar. Mikilvægi Vertigo er allavega ótvírætt, en það sést meðal annars af því, hversu oft hún hefur verið stæld af kvikmyndagerðarmönnum á borð við Brian de Palma og Paul Verhoeven. Alfred Hitchcock var afkastamikill frumkvöðull á sviði spennumynda og margar mynda hans eru enn í dag jafn stórfenglegar og þær þóttu á sínum tíma, enda þótt sumar verði óneitanlega að teljast orðnar gamaldags og einstaka jafnvel slæmar. Vertigo hefur engu að síður staðist vel tímans tönn, enda þótt ekki sé meira sýnt en þótti sæmandi árið 1958, þegar hún var gerð. Mikilvægi Hitchcocks liggur nefnilega ekki síst í því, sem hann gefur í skyn og lætur ímyndunaraflinu eftir. Sagan í Vertigo er þess eðlis, að best er að vita sem minnst um hana áður en horft er á myndina, en ástæða er þó til að geta þess, að endirinn er einn sá alflottasti, sem gerður hefur verið. Sömuleiðis er leikur þeirra James Stewards og Kim Novaks framúrskarandi að ógleymdri hreint út sagt frábærri tónlist snillingsins Bernard Hermanns. Árið 1996 var Vertigo sett á markaðinn á nýjan leik eftir að hafa verið endurunnin ramma fyrir ramma eins og gert var við perlurnar Spartacus, The Bridge on the River Kwai og The Guns of Navarone og hljóðsett í THX, þannig að hún er nú sem ný. Endurunna útgáfan á breiðtjaldsformi, widescreen, er bæði fáanleg á myndbandi og DVD á NTSC kerfinu, en hana ber að sjálfsögðu að velja, þegar horft verður á myndina. Enginn kvikmyndaáhugamaður ætti að láta Vertigo fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.09.2020

Verstu og bestu bíósalirnir á höfuðborgarsvæðinu

Það er engu líkt að sækja kvikmyndahús og njóta magnaðrar bíómyndar í bíósal eins og oft er til ætlast. Það snýst vissulega ekki aðeins upplifunin um stærð tjaldsins heldur almenn gæði og þægindi salarins.  En skoðum hvernig salirnir ...

17.10.2015

Varúð! Ekki fyrir lofthrædda

Vefsíðan Readersdigest hefur tekið saman lista yfir tíu myndir sem ólíklegt er að séu í sérstöku uppáhaldi hjá lofthræddum.  Myndirnar eru af ýmsum toga, þar sem húsþök, háhýsi, fjöll og geimurinn koma við sögu. Fáu...

12.05.2014

Nýir sjónvarpsþættir um myndasöguhetjuna Constantine

Fyrsta stiklan úr sjónvarpsþáttunum Constantine var opinberuð fyrir stuttu. Þættirnir eru aðlögun á DC/Vertigo myndasögunni Hellblazer og sækja nafn sitt til aðalsöguhetjunnar John Constantine, glataðrar sálar sem bí...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn