Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Blackmail fjallar í stuttu máli um unga konu sem af slysni og í sjálfsvörn drepur mann sem reynir að naugða henni og unnusti hennar sem er rannsóknarlögreglumaður hjá Scotland Yard reynir að hylma yfir glæpinn en dularfullur maður sem býr yfir vitneskju um staðreyndir málsins ætlar að nýta sér þekkingu sína og græða á öllu saman en það fer öðruvísi en ætlað var í fyrstu. Þessi fyrsta talmynd meistarans og jafnframt fyrsta Breska talmyndin kemur nokkuð á óvart og greinilegt að meistarinn hefur snemma á ferlinum mótað sinn sérstaka frásagnarstíl auk þess sem hann skítur upp kollinum að venju og er óvenju lengi í mynd að þessu sinni enda ungur og myndarlegur en Blackmail er áhugaverð fyrir marga hluta sakir þótt hún standi bestu myndum meistarans töluvert langt að baki enda gerði maðurinn óvenju margar stórfenglegar myndir á glæstum ferli en Blackmail er vel þess virði að skoða.