Náðu í appið
Foreign Correspondent

Foreign Correspondent (1940)

"MYSTERY IN WHISPERS that cracks like THUNDER!"

2 klst1940

Ritstjóri the New York Morning Globe, Hr.

Rotten Tomatoes95%
Metacritic89
Deila:

Söguþráður

Ritstjóri the New York Morning Globe, Hr. Powers, er kominn með nóg af því hvað fréttamenn hans í Evrópu senda honum lélegt efni. Hann sendir því glæpafréttamann sinn, John Jones, til London til að skoða hvað gengur á í raun og veru, nú þegar stríð er á næsta leiti. Jones er sagt að hafa samband við hinn þekkta diplómat Van Meer, sem er hluti af samningateymi sem gæti haft bein áhrif á það hvort að stríð brýst út eða ekki. Jones hittir Van Meer og einnig Stephen Fisher, leiðtoga friðarhreyfingarinnar, og einnig hina aðlaðandi dóttur Fisher, Carol. Þegar Van Meer er ráðinn af dögum fyrir augunum á Jones, þá eltir Jones byssumanninn og uppgötvar að búið er að ræna hinum raunverulega Van Meer og honum er haldið föngnum af njósnara Nasista. Jones reynir að komast að því hvað gengur á, og það hitnar í kolunum í flugvél á leið heim yfir Atlantshafið.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Charles Bennett
Charles BennettHandritshöfundurf. 1889
Robert Benchley
Robert BenchleyHandritshöfundur

Framleiðendur

Walter Wanger ProductionsUS

Gagnrýni notenda (1)

★★★★★

Einhverra hluta vegna virðist Foreign Correspondent oft gleymast þegar menn eru að telja upp bestu myndir meistara Hitchcock því hún á svo sannarlega skilið að vera í hóp með myndum eins o...