Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Einhverra hluta vegna virðist Foreign Correspondent oft gleymast þegar menn eru að telja upp bestu myndir meistara Hitchcock því hún á svo sannarlega skilið að vera í hóp með myndum eins og Psycho, North by Northwest, Vertigo og Rear Window svo nokkrar séu nefndar en í stuttu máli þá fjallar Foreign Correspondent um ungan blaðamann(Joel McCrea) sem sendur er til Evrópu skömmu áður en seinni heimsstyrjöldinn skellur á árið 1939 og verkefni hans er að afla frétta af ástandinu í Evrópu og fljótlega dregst hann inn í undarlega atburðarás þar sem líf hans er í hættu. Mörg ógleymanleg atriði undir öryggri leikstjórn meistarans einkenna þessa mynd ásamt góðu handriti og fínum leikhóp og gef ég þessari hæstu einkunn!