Náðu í appið
Notorious

Notorious (1946)

"Notorious woman of affairs... Adventurous man of the world!"

1 klst 41 mín1946

Alicia Huberman er hégómleg stúlka sem elskar áfengi og karlmenn.

Rotten Tomatoes96%
Metacritic100
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Alicia Huberman er hégómleg stúlka sem elskar áfengi og karlmenn. Faðir hennar var þýskur njósnari í Bandaríkjunum og framdi sjálfsmorð í fangelsi. Fulltrúi stjórnvalda, Devlin, biður stúlkuna að njósna um hóp vina föður hennar úr Nasistaflokknum, í Rio de Janeiro; en þetta gæti verið tækifæri fyrir hana að hreinsa sig og fjölskylduna af sök vegna föður hennar. Stúlkan verður ástfangin af fulltrúanum, en hann virðist ekki heillast af lífstíl hennar. Alicia tekur verkefnið að sér og fer til Brasilíu með Devlin. Alicia tilkynnir bandarísku fulltrúunum að þýski auðmaðurinn Alexander Sebastian hafi beðið sín, og spyr hvort hún eigi að játast honum. Eftir stutt samtal, þá samþykkja þeir og hún giftist honum. Alicia fær síðan lykla að vínkjallara þar sem hún er stödd í veislu og lætur Devlin fá þá. Þau finna síðan úraníumryk falið í brúsa hjá Sebastian, en nú er hann búinn að komast að því að Alicia er njósnari og hann byrjar að eitra fyrir henni smávegis á hverjum degi.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

RKO Radio PicturesUS
Vanguard FilmsUS

Gagnrýni notenda (2)

Notorious er hiklaust ein besta mynd Hitchcocks og er oft á tíðum hrein unun á að horfa. Það var ekki auðvelt fyrir RKO og meistarann að koma myndinni á tjaldið. FBI, ýmsir siðapostular, ...

Stórfengleg og umfram allt einstök kvikmynd úr safni meistara Hitchcock. Tvímælalaust ein af bestu kvikmyndum hans. Gerist skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Ingrid Bergman leikur hé...