Náðu í appið

The Trouble with Harry 1955

Fannst ekki á veitum á Íslandi

A comedy about a corpse.

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
The Movies database einkunn 74
/100

Látinn maður, vel til hafður, finnst á engi í hæðunum fyrir ofan lítinn bæ í Vermount. Albert Wiles skipherra kemur að líkinu og finnur persónuskilríki við hlið hans sem segja að nafn hans sé Harry Worp, en Wiles heldur að hann hafi skotið Harry af slysni þar sem hann var á kanínuveiðum. Wiles reynir að fela líkið og telur að það sé skárra en að... Lesa meira

Látinn maður, vel til hafður, finnst á engi í hæðunum fyrir ofan lítinn bæ í Vermount. Albert Wiles skipherra kemur að líkinu og finnur persónuskilríki við hlið hans sem segja að nafn hans sé Harry Worp, en Wiles heldur að hann hafi skotið Harry af slysni þar sem hann var á kanínuveiðum. Wiles reynir að fela líkið og telur að það sé skárra en að fara til yfirvalda og láta vita af því. Á meðan Wiles er í næsta skógi við hliðina, þá sér hann annað fólk koma og stumra yfir líkinu, en fólkið virðist ekki þekkja manninn né koma fram við líkið af sérstakri umhyggju. Ein manneskjan sem kemur að líkinu er piparjúnkan Ivy Gravely, sem lofar að segja engum frá leyndarmáli Wiles varðandi Harry. Ein manneskjan sem Wiles sér en hún sér hann ekki, er ung einstæð móðir, Jennifer Rogers, sem virðist vera eina manneskjan sem þekkir Harry og virðist vera ánægð með að hann sé látinn. Síðan þá rekst enn önnur manneskja á bæði Harry og Wiles, en það er baslandi listamaður að nafni Sam Marlowe, en Wiles segir honum alla sólarsöguna um hvað hafi gerst fram til þessa. Eftir því sem dagurinn líður þá kemur ýmislegt fleira í ljós sem bendir til að Wiles hafi ekki verið valdur að dauða Harry, og nú heldur fólkið allt áfram að skoða málið frá öllum köntum þar til lögreglumaðurinn Calvin Wiggs kemur til sögunnar. ... minna

Aðalleikarar


The Trouble with Harry er mjög óvenjuleg Hitchcock mynd því þetta er ekki spennumynd að hætti meistarans heldur kolsvört komidía sem fjallar um nokkra íbúa í smábæ í New England sem rekast á lík úti í skógi og þá upphefst drepfyndin atburðarás um hvað skal gera við líkið. Eitt það magnaðasta við þessa mynd er sviðsmyndin en hún er tekin að haustlagi þegar litirnir í landslaginu eru svo magnaðir og tónlist Bernard Hermann er gullfalleg að vanda og leikhópurinn stendur sig með prýði þó sérstaklega Edmund Gwenn og Shirley MacLaine stendur sig með prýði í sinni fyrstu mynd og meira að segja John Forsythe kemur manni á óvart en man ekki einhver ennþá eftir honum úr Dynasty hérna um árið?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn