Aðalleikarar
Leikstjórn
Ég átti ekki von á því að það væri einhver búinn að skrifa umfjöllum um To catch a Thief enda fáir eins miklir sérvitringar á gamlar kvikmyndir eins og undirritaður og ég held að Ásgeir hafi skrifað nánast allt það sem ég ætlaði að skrifa og ég er eiginlega sammála honum í öllu, meira segja líka að Grace Kelly er fallegasta leikkona allra tíma en fyrir spennufíkla þá er To catch a Thief kannski ekki rétta myndin fyrir ykkur enda en hún er eiginlega mjög góð blanda af spennu, húmor og smá ástarsögu að hætti meistarans og vert að minnast á sviðsmyndina sem er stórfengleg enda franska ríveran einstök.
Hitchcock kallinn er í góðum gír með þessa mynd. Hún er mun léttari og fyndnari en hann átti til, og það tekst vel upp. Að þessu sinni er sögusviðið franska rívíeran í kringum Cannes. Það er glæpaalda í borginni; dýrmætir geimsteinar hverfa um hverja nótt út hótelherbergjum ríkra gesta og lögreglan vill ólm kenna gömlum kunningja, John Robie, um. Robie var umsvifamikill innbrotsþjófur á árum áður og fékk viðurnefnið Kötturinn. Vandinn er sá að allir halda að hann sé sekur þrátt fyrir að hafa verið heiðarlegur maður í rúm 15 ár. Robie gerir samning við tryggingafélag um að fylgjast með væntanlegum skotmörkum þjófsins til að nappa viðkomandi og hreinsa eigið nafn um leið. Hann kynnist ungri stúlku sem heillast af honum og vill ekkert frekar en að slást í lið með honum. Nokkrar góðar fléttur í lokin sjá fyrir hinu dæmigerða Hitchcock-umhverfi, og meistarinn sér fyrir málalokum sem koma á óvart en eru samt mjög fullnægjandi. Cary Grant leikur Robie sem gífurlega sjarmerandi og fágaðan mann - sem sagt, týpískt Cary Grant-hlutverk. Grace Kelly (fallegasta kona allra tíma) er hreinasta unun í hlutverki ungu konunnar, þó ekki væri nema bara til að horfa á hana. Klassísk mynd með klassískum leikurum og yfirnáttúrulega fallegu umhverfi. Takið eftir Hitchcock sjálfum í litlu hlutverki að venju. Maðurinn er snillingur.