Náðu í appið
The Wrong Man

The Wrong Man (1956)

"For the first time Alfred Hitchcock goes to real life for his thrills! It's all true and all suspense - - the all-round biggest Hitchcock hit ever to hit the screen ! Warner Bros. present HENRY FONDA, VERA MILES and the exciting city of New York in Alfred Hitchcock's [The Wrong Man]"

1 klst 45 mín1956

Christopher Emmanuel Balestrero, kallaður Manny af vinum sínum, er kontrabassaleikari, traustur eiginmaður og faðir, og sanntrúaður kaþólikki.

Rotten Tomatoes93%
Metacritic83
Deila:

Söguþráður

Christopher Emmanuel Balestrero, kallaður Manny af vinum sínum, er kontrabassaleikari, traustur eiginmaður og faðir, og sanntrúaður kaþólikki. Hann fær 85 dollara á viku fyrir að spila í jasshljómsveit á Stork klúbbnum, en það dugar tæplega til að láta enda ná saman. Líf Balestrero fjölskyldunnar verður erfiðara þegar eiginkonan Rose, þarf að fara í dýra tannaðgerð. Manny ákveður því að reyna að fá lánaða peninga úr lífeyrissjóði Rose, en þegar hann kemur á skrifstofu sjóðsins, þá ber einn af starfsmönnunum kennsl á hann sem manninn sem rændi sjóðinn tvisvar tveimur mánuðum fyrr. Manny vinnur með lögreglunni þar sem hann hefur ekkert að fela. Manny kemst að því að hann er grunaður ekki bara um þessi rán, heldur röð annarra rána líka í þessu sama hverfi, Jackson Heights í New York þar sem þau búa. Því meira sem Manny hjálpar lögreglunni, því sekari virðist lögreglunni hann vera. Með hjálp Frank O´Connor, lögfræðingsins sem þau ráða, þá reyna þau að sanna sakleysi Manny. Burtséð frá því hvort þau ná að sanna sakleysi Manny eða finna raunverulega ræningjann, þá gæti málið allt valdið varanlegum skaða fyrir Balestreros fjölskylduna.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Heinrich George
Heinrich GeorgeHandritshöfundurf. 1903
J. Michael Hunter
J. Michael HunterHandritshöfundur

Framleiðendur

Warner Bros. PicturesUS

Gagnrýni notenda (2)

Hitchcock kynnir.. Raunveruleikann.

★★★★★

Hrikalega vanmetin mynd, líklegast vegna þess hve frábrugðin hún er flestum (vinsælustu) kvikmyndum Alfred Hitchcock's. Ætli hún brjóti ekki aðeins væntingar og endar þar af leiðandi ...

★★★★☆

The Wrong Man er sannsöguleg mynd sem fjallar um strangheiðarlegan fjölskyldumann (Fonda) sem vinnur fyrir sér með því að spila á bassa í hljómsveit á næturklúbbi en dag einn er hann han...