Náðu í appið
Öllum leyfð

North by Northwest 1959

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The Master of Suspense presents a 2000-mile chase across America!

131 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 97% Critics
The Movies database einkunn 98
/100

Auglýsingamaðurinn Roger Thornhill slysast inn í heim njósna þegar hann er tekinn í misgripum fyrir mann að nafni George Kaplan. Erlendi njósnarinn Philip Vandamm og skósveinn hans Leonard, reyna að koma honum fyrir kattarnef en þegar Thornhill reynir að fá einhvern botn í málið, þá er komið á hann sök í morðmáli. Núna er hann á flótta frá lögreglunni... Lesa meira

Auglýsingamaðurinn Roger Thornhill slysast inn í heim njósna þegar hann er tekinn í misgripum fyrir mann að nafni George Kaplan. Erlendi njósnarinn Philip Vandamm og skósveinn hans Leonard, reyna að koma honum fyrir kattarnef en þegar Thornhill reynir að fá einhvern botn í málið, þá er komið á hann sök í morðmáli. Núna er hann á flótta frá lögreglunni og kemst um borð í lest á leið til Chicago þar sem hann hittir fallega ljósku, Eve Kendall, sem hjálpar honum að komast undan yfirvöldum. Veröld hans er snúið á hvolf í rétt eitt skiptið þegar hann kemst að því að Eve er ekki eins saklaus og hann hélt. Ekkert er sem sýnist, og við tekur dramatísk björgun og flótti á toppi Rushmore fjalls. ... minna

Aðalleikarar

Frábær Spennumynd
Flestir sem horfa á kvikmyndir í dag horfa ekki á gamlar myndir, margir halda að gamlar myndir séu allar í svarthvítu, án hljóðs og algjörlega úreltar en það er algjör misskilningur. Á þessum tímum þegar fáar nýjar myndir eru frumlegar eða ferskar er sjálfsagt að horfa á gömlu klassísku myndirnar. Hér er ein þeirra á ferðinni því North by Northwest er ein besta gamla spennumyndin sem Hitchcock gerði.

Myndin fjallar um manninn Roger sem lendir í því að honum er ruglað saman við annan mann og haldið er að hann sé cia maður. Honum er rænt og hann er sakaður um morð sem hann framdi ekki svo fátt sé nefnt sem ,,startar actioninu" í myndinni. Hann þarf að flýja frá öllum og reyna að komast að því hvað er á seiði. Þetta gerir hann og hittir sæta ljósku á leiðinni sem er ekki öll sem hún er séð. Stóru spurningar myndarinnar eru hver er cia maðurinn, afhverju er verið að elta hann og hvernig á Roger að koma sér út úr þessu öllu saman?

Myndin er eins og flestar Hitchcock myndirnar meistaraverk, maður heldur stöðugt á meðan maður horfir á hana að maður sé búinn að fatta hana en þá kemur annað ,,twist" í hana. Hitchcock leikur sér oft við hugmyndina um ranga manninn þar sem einhver er talinn vera sá sem hann er ekki og þetta tekst mjög vel í þessari mynd.

Myndin er í lit og með hljóð og söguþráð sem virkar ennþá í dag 50 árum eftir útgáfu myndarinnar. Eina sem er að henni er að hún er dálítið löng en hún er þess virði að halda hana út. Þessa mynd verða allir Hitchcock aðdáendur að sjá og þeir sem eru komnir með nóg af þessari týpísku Hollywood formúlu nú til dags!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er alltaf góð hugmynd að hlamma sér í sófann til að horfa á gamla, góða Hitchcock-mynd. Eftir að kvikmyndaverin fóru að gefa þær út á DVD er jafnvel enn betra að horfa á þessar gömlu perlur. Diskarnir eru fullir af fróðlegum heimildamyndum um gerð myndarinnar, viðtölum við leikara og aðstandendur, og m. A. s. bráðfyndin sýnishorn (trailers) þar sem Hitchcock sjálfur spjallar við áhorfendur í gríntón og segir þeim frá nýjustu myndinni sinni. North by Northwest er ein af þekktustu myndum meistarans, enda engin furða þar sem hún nálgast fullkomnun. Myndin er gerð eftir handriti snillingsins Ernest Lehman og blandar fagmannlega saman öllum hinum klassísku viðfangsefnum Hitchcocks - spennu, húmor, rómantík, nýjungum í kvikmyndagerð, hversdagslegri karlhetju og dularfullri kvenhetju. Að þessu sinni er sagt frá Roger Thornhill, manni sem dags daglega vinnur í auglýsingabransanum en lendir í því að fúlmenni nokkur halda að hann sé leyniþjónustumaður á hælum þeirra. Eftir að þeir klína á hann morði í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York hefst eltingaleikur yfir landið þvert og endilangt; til Chicago og S-Dakota. Cary Grant leikur Thornhill og sjarminn lekur af honum sem endranær. James Stewart hefði sennilega passað betur í hlutverkið, en Grant stendur sig með prýði. Kynþokki hinnar gullfallegu Evu Marie Saint (Hitchcock var víst veikur fyrir sætum ljóskum) gæti brætt hvern sem er og hún fer frábærlega með hlutverk hörkutólsins Evu Kendall. Hinn einstaki James Mason fer með hlutverk illmennisins af miklum móð, og röddin er nóg til að fylla mann hrolli. Martin Landau er jafnframt í einu hlutverkanna og það er gaman að sjá hann ungan og sprækan í hlutverki sem maður er óvanur að sjá hann í. Tónlist Bernards Herrmann gefur myndinni óhuggulegan blæ, og tæknivinnan sem er notuð bæði í flugvélaatriðinu ódauðlega jafnt sem á Mt. Rushmore er löngu á undan sinni samtíð. Sérlega góð mynd og óneitanlega ein af 5 bestu myndum Hitchcocks. Skylda fyrir alla sem þykjast hafa gaman að góðu bíói.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórkostlegt meistaraverk sem stendur fyrir sínu enn í dag. Cary Grant fer á kostum í hlutverki Rogers Thornhill sem er hundeltur um gjörvöll Bandaríkin án þess að vita gjörla hvaðan á sig stendur veðrið. Hann er enn einn Hitchcock-sakleysinginn er lendir í kringumstæðum sem hann hefur engin tök á sjálfur en leggur á einhvern skemmtilegasta flótta kvikmyndasögunnar með mörgum frægum senum eins og þeirri þegar flugvélin ræðst á Grant úti á sléttunni og hápunktinum í blálokin innan um forsetahausana á Rushmore-fjalli. Cary Grant er alveg í essinu sínu og það er meistarinn sjálfur, Alfred Hitchcock einnig. Leikstjórn hans er einstök. Eva Marie Saint fer á kostum í hlutverki sínu og ekki má gleyma stórleik James Mason á vonda kallinum. Hér er spennu og óviðjafnanlegu gríni blandað í unaðslegan kokkteil. Ég gef North by Northwest fjórar gylltar stjörnur og mæli eindregið með henni við alla sanna áhugamenn um stórvirki kvikmyndasögunnar. Þessi mynd er unaðslega góð og er hreint engu lík, einstök í sinni röð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.07.2010

Hitchcock, sauðfé og Cruise

Notendur eru með allra sprækasta móti núna og dæla inn umfjöllunum um myndir nýjar og gamlar, og fögnum við því mjög hér á kvikmyndir.is Heimir Bjarnson skrifar gagnrýni um nýjustu mynd Tom Cruise og Cameron Diaz, Knight ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn