Oppenheimer (2023)
"The World Forever Changes."
Sagan af bandaríska vísindamanninum J.
Deila:
Bönnuð innan 12 áraÁstæða:
Ofbeldi
Kynlíf
Vímuefni
Hræðsla
Fordómar
Blótsyrði
Ofbeldi
Kynlíf
Vímuefni
Hræðsla
Fordómar
BlótsyrðiSöguþráður
Sagan af bandaríska vísindamanninum J. Robert Oppenheimer og þætti hans í þróun kjarnorkusprengjunnar.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Matt Damon hafði lofað eiginkonu sinni að taka sér frí frá leiklist, með einu skilyrði þó: því yrði frestað ef Christopher Nolan hefði samband. Svo fór að Nolan bauð Damon hlutverk hershöfðingjans Leslie Groves og þá var fríið sett á bið.
Til að hægt væri að taka upp svarthvítu atriðin í myndinni í sömu gæðum og önnur atriði, þá þróaði Kodak fyrstu svarthvítu filmurnar fyrir IMAX sniðið.
Þetta er lengsta kvikmynd Christopher Nolan; 180 mínútur.
Ráðning Josh Hartnett er ákveðinn \"heilhringur\" því Hartnett var einn þriggja sem kom til greina í hlutverk Batman í mynd Nolans Batman Begins frá 2005. Hann hafnaði hlutverkinu en sagðist síðar hafa séð eftir því þar sem hann er mikill aðdáandi verka Nolans. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum á afmælisdegi Hartnetts, 21. júlí.
Þetta er sjötta myndin þar sem aðalleikarinn Cillian Murphy og Nolan vinna saman. hinar voru Batman Begins ( 2005 ), The Dark Knight ( 2008 ), Inception ( 2010 ), The Dark Knight Rises ( 2012 ) og Dunkirk ( 2017 ). Þetta er þó fyrsta myndin með Murphy í aðalhlutverki.
Höfundar og leikstjórar

Christopher NolanLeikstjóri
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

SyncopyGB

Universal PicturesUS

Atlas EntertainmentUS
Breakheart FilmsUS
Peters Creek EntertainmentUS
Verðlaun
🏆
Vann sjö Óskarsverðlaun, fyrir bestu mynd, leikstjórn, hljóð, tónlist, klippingu og kvikmyndatöku og Cillian Murphy og Downey Jr. fyrir leik. Besta mynd, besta tónlist, besti aðalleikari og besti aukaleikari (Downey Jr.) á Golden Globes.


























