Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vissir þú
Matt Damon hafði lofað eiginkonu sinni að taka sér frí frá leiklist, með einu skilyrði þó: því yrði frestað ef Christopher Nolan hefði samband. Svo fór að Nolan bauð Damon hlutverk hershöfðingjans Leslie Groves og þá var fríið sett á bið.
Til að hægt væri að taka upp svarthvítu atriðin í myndinni í sömu gæðum og önnur atriði, þá þróaði Kodak fyrstu svarthvítu filmurnar fyrir IMAX sniðið.
Þetta er lengsta kvikmynd Christopher Nolan; 180 mínútur.
Ráðning Josh Hartnett er ákveðinn \"heilhringur\" því Hartnett var einn þriggja sem kom til greina í hlutverk Batman í mynd Nolans Batman Begins frá 2005. Hann hafnaði hlutverkinu en sagðist síðar hafa séð eftir því þar sem hann er mikill aðdáandi verka Nolans. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum á afmælisdegi Hartnetts, 21. júlí.
Þetta er sjötta myndin þar sem aðalleikarinn Cillian Murphy og Nolan vinna saman. hinar voru Batman Begins ( 2005 ), The Dark Knight ( 2008 ), Inception ( 2010 ), The Dark Knight Rises ( 2012 ) og Dunkirk ( 2017 ). Þetta er þó fyrsta myndin með Murphy í aðalhlutverki.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$100.000.000
Vefsíða:
Frumsýnd á Íslandi:
19. júlí 2023