Náðu í appið
Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb

Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb (1964)

Dr. Strangelove

"The wild hot-line suspense comedy."

1 klst 33 mín1964

Hinn ofsóknaróði liðsforingi General Jack D.

Rotten Tomatoes98%
Metacritic97
Deila:
6 áraBönnuð innan 6 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Hvar má horfa

Söguþráður

Hinn ofsóknaróði liðsforingi General Jack D. Ripper í Burpelson herstöðinni, trúir því að flúormengun í bandarísku vatni sé úthugsað ráðabrugg Sovétmanna til að eitra fyrir bandarísku þjóðinni. Hann getur komið á kjarnorkuárás á Sovétríkin án þess að yfirmenn hans viti af því. Ripper er sá eini sem þekkir lykilorðið til að kalla til baka B-52 sprengjuflugvélarnar og hann er búinn að loka á öll samskipti inn og út úr Burpelson herstöðinni, til að enginn trufli fyrirætlanir hans. Yfirmaður Ripper, Lionel Mandrake, sem er haldið föngnum í Burpelson af Ripper, heldur að hann kunni lykilorðið, og það eina sem hann þarf að gera er að geta komið skliaboðum út úr herstöðinni. Í Pentagon í Washington, höfuðstöðvum bandarísku leyniþjónustunnar CIA, eru menn eins og Merkin Muffley Bandaríkjaforseti, Turgidson herforingi, og fyrrum Nasisti, Dr. Strangelove, að ræða hvernig hægt sé að stöðva árásina eða draga úr áhrifum væntanlegrar sprengingar svo ekki komi til kjarnorkustríðs við Sovétmenn. Gegn vilja Turgidson, þá fær Muffley sovéska sendiherrann Alexi de Sadesky inn í "stríðsherbergið", og fær yfirmann hans, sovéska forsætisráðherrann Dimitri Kisov, í símannn til að upplýsa hann um hvað gangi á. Bandaríkjamennirnir í stríðsherberginu komast að því sér til skelfingar að Sovétmenn eiga óþekkta dómsdagsvél sem þeir geta sprengt ef sprengja lendir á einhverjum lykilskotmörkum í Sovétríkjunum. Þegar Ripper, Mandrake og aðrir í herberginu reyna að ráða úr ástandinu þá er flugmaður annarrar sprengjuþotunnar með eigin áætlun í gangi um að sprengja sprengjuna einhversstaðar á óvinagrundu ef hann nær ekki alla leið á leiðarenda.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Hawk FilmsGB
Columbia PicturesUS

Gagnrýni notenda (8)

Stanley Kubrick er örugglega sá eini sem gæti gert grínmynd um stríð,en það er einmitt sem þessi svarta komedía fjallar um. Létt klikkaður hershöfðingi segir flugvélum sínum að bomba ...

Það getur oft verið erfitt að gagnrýna myndir sem eru orðnar þetta gamlar en það er ekki dæmið með þessa. Ég ætla ekkert að fara út í söguþráðinn, en þetta er bráðskemmtile...

Sagt er að það á fyrsta degi sem forseti Bandaríkjanna hafi Ronald Reagan spurt hvar stríðs herbergið (war room) væri. Þegar honum var sagt að það væri ekkert svoleiðis herbergi sagði ...

Stórgóð kaldastríðsræma um kolbilaðan amerískan hershöfðingja sem hleypir einn síns liðs þriðju heimsstyrjöldinni af stað og finnst það hið besta mál. Skrýtið er það að Peter ...

Þessi mynd er meistarastykki. Þessi mynd á vel við í dag, gagnrýni á stríðsbröltið og allt það. Húmorinn eldist vel, myndin er vel gerð og það skemmir ekkert fyrir þó hún sé svart...

Sígild og klassísk kvikmynd sem tímans tönn hefur ekki unnið á, enda er Dr. Strangelove ein magnaðasta satíra um bombuna sem gerð hefur verið. Bandarískur hershöfðingi sendir upp á sitt ...

Mikilvæg en nokkuð mistæk háðsádeila á vígbúnaðarkapphlaup risaveldanna á kaldastríðsárunum svonefndu. Sterling Hayden er stórkostlegur sem kolbrjálaður bandarískur herforingi, sem h...