Náðu í appið
Öllum leyfð

Giant 1956

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Jett Rink was made to get to the top -- so he could have the fun of falling all the way down.

201 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
The Movies database einkunn 84
/100

Saga af auðugum búgarðseiganda í Texas og eiginkonu hans, afkomendum þeirra og lífi þeirra saman á 25 ára tímabili. Bick Benedict hittir tilvonandi eiginkonu sína Leslie þegar hann er á ferðalagi á austurströnd Bandaríkjanna til að kaupa undaneldisgripi, og snýr heim með brúður. Það tekur tíma fyrir Leslie að venjast því að búa á hálfrar milljónar... Lesa meira

Saga af auðugum búgarðseiganda í Texas og eiginkonu hans, afkomendum þeirra og lífi þeirra saman á 25 ára tímabili. Bick Benedict hittir tilvonandi eiginkonu sína Leslie þegar hann er á ferðalagi á austurströnd Bandaríkjanna til að kaupa undaneldisgripi, og snýr heim með brúður. Það tekur tíma fyrir Leslie að venjast því að búa á hálfrar milljónar hektara búgarði, sem og jað venjast sveitalífinu. Þau eiga börn sem eru sjálfstæð í hugsun og líkleg til að valda foreldrum sínum vonbrigðum í vali sínu á lífsstarfi. Eins og Leslie segir á einum tímapunkti, þá getur maður ekki lifað lífinu fyrir börnin, heldur einungis alið þau upp. Helsti andstæðingur Bick Benedict er fyrrum starfsmaður búgarðsins, Jett Rink, sem erfir land eftir systur Bick, Luz. Jett finnur olíu og verður jafn auðugur og Benedicts fjölskyldan, þó það sé eitt sem Bick eigi sem hann mun aldrei eignast.... minna

Aðalleikarar


Stórfenglegt og ógleymanlegt meistaraverk frá miðjum sjötta áratugnum þar sem sagt er frá hinum geysilegu þjóðfélagsbreytingum sem áttu sér stað í Texas, er það breyttist úr mikilvægu nautgriparæktarhéraði í stærsta olíuiðnarfylki Bandaríkjanna á fjórða og fimmta áratug 20. aldarinnar. Hér segir frá nautgripabóndanum Jordan Benedict sem á stærsta búgarð Texasríkis, Reata, og rekur hann búið ásamt hinni kjarnmiklu systur sinni Luz Benedict í upphafi myndarinnar. Allt hans lífsmynstur tekur miklum breytingum er hann kynnist hinni auðugu Leslie Lynnton og giftist hann henni. Er hann snýr aftur heim með eiginkonu sína breytist líf hans til muna er hún tekur til við að stjórna fjölskyldubúinu að sínum hætti og mislíkar systur hans ráðríki eiginkonu hans. Er hún fellur snögglega frá eftir að hafa dottið af baki á hesti eiginkonu bróður síns breytist lífsmynstrið á búgarðinum og tekur Leslie þá við húsmóðurhlutverkinu á staðnum. Er Luz Benedict fellur frá kemur í ljós að hún hefur ánafnað vinnumanninum á bænum, Jett Rink, stóran landskika af búgarði óðalseigandans og reynir Jordan að borga honum jafnvirði hans til að halda landinu innan fjölskyldunnar. Hann hafnar því og reynist skikinn luma á ofurgnótt olíulinda. Vinnumaðurinn rís úr öskustónni og reynir að ásælast völd og áhrif óðalsbóndans og verður það honum að lokum að falli. Við kynnumst þessum breytingum á högum óðalseigandans og hinum öru breytingum á högum fjölskyldu hans er fikrar sig inn í nútímann. Óviðjafnanleg kvikmynd sem lýsir hinum miklu þjóðfélagsbreytingum sem urðu í Texas um miðja öldina á einstaklega góðan hátt. Hér er allt til að skapa ógleymanlegt meistaraverk; handritið, myndatakan og tónlistin eru frábær, en aðall myndarinnar er leikstjórn meistarans George Stevens og leikur þeirra snillinga sem hér fara á kostum. Rock Hudson var aldrei betri og glæsilegri en í hlutverki óðalsbóndans Jordan Benedict sem á erfitt að átta sig á þeim breytingum sem eiga sér óðfluga stað á fylkinu hans. Mercedes McCambridge er stórfengleg í hinu litla en bitastæða hlutverki kjarnakonunnar Luz Benedict og hlaut hún óskarsverðlaunin fyrir meistaraleik sinn. Óskarsverðlaunaleikkonan Elizabeth Taylor er eftirminnileg í hlutverki ættmóðurinnar Leslie Lynnton Benedict og skapar hún eftirminnilega og heilsteypta persónu sem heldur reisn sinni og glæsileika til enda, og síðast en ekki síst er James Dean frábær í síðasta kvikmyndahlutverki sínu sem hinn áhrifagjarni og valdagráðugi Jett Rink sem fellur að lokum á eigin bragði. Hann lauk við að leika hlutverk sitt átta dögum fyrir andlát sitt 30. september 1955 og hlaut hann sérstakan heiðursóskar 1956 fyrir leik sinn í þessari mynd og hinni óviðjafnanlegu tímamótamynd "Rebel Without a Cause", sem er án vafa hans besta kvikmynd. Einnig má minnast á Dennis Hopper, Carroll Baker, Sal Mineo, Chill Wills og Jane Withers sem fara öll á kostum. GIANT hlaut fjögur óskarsverðlaun fyrir árið 1956, fyrir leik McCambridge, búningahönnun, klippingu og leikstjórn meistarans George Stevens sem skapar stórfenglegt og eftirminnilegt meistaraverk sem hefur staðist tímans tönn með eindæmum vel. Kvikmyndagerðarmenn um miðja 20. öldina kunnu betur þá miklu snilld að segja frá dramatískum stórátökum og skapa hina gullnu stórmynd en arftakar þeirra (með nokkrum undantekningum þó). Hér er valinn maður í hverju rúmi í þessu meistaraverki og hefur hún jafnvel batnað með aldrinum eins og gott rauðvín. Semsagt gullaldarklassík sem er hiklaust fjögurra stjarna virði. Hún er nauðsynleg öllum þeim sem hafa gaman af meistaraverkum kvikmyndasögunnar. Og ekki síst öllum þeim sem vilja verða vitni að seinustu töfrum hinnar gömlu kynslóðar sem gerði Hollywood að því stórveldi sem það er í dag. Ómótstæðilegt tímamótaverk
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn