Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Random Hearts 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. nóvember 1999

In a perfect world...they never would have met.

133 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 18% Critics
The Movies database einkunn 38
/100

Myndin er lauslega byggð á skáldsögu Warren Adlers, með sama nafni sem gefin var út árið 1984. Eiginkona lögregluvarðstjórans Dutch Ven Den Broek, og eiginmaður stjórnmálamannsins Kay Chandler, deyja í bílslysi. Dutch kemst að misræmi í því sem eiginkonan sagði honum áður en hún fór af stað og kemst að því að hún og eiginmaður Chandler höfðu verið... Lesa meira

Myndin er lauslega byggð á skáldsögu Warren Adlers, með sama nafni sem gefin var út árið 1984. Eiginkona lögregluvarðstjórans Dutch Ven Den Broek, og eiginmaður stjórnmálamannsins Kay Chandler, deyja í bílslysi. Dutch kemst að misræmi í því sem eiginkonan sagði honum áður en hún fór af stað og kemst að því að hún og eiginmaður Chandler höfðu verið að ferðast saman. Dutch fer þvínæst til Chandler og segir henni að hann gruni að eiginmaður hennar og eiginkona hans hafi átt í ástarsambandi. Hann segir henni að hann vilji komast að sannleikanum; hún segist ekki hafa áhuga á því, en hún slæst í lið með honum síðar, og þau fella hugi saman.... minna

Aðalleikarar


Fín mynd um mann sem missir konuna sína í flugslysi en kemmst um leið að hún var að halda framhjá og að framhjáhaldið sat hliðina á henni í flugvélinni. Mjög svo áhugaverð mynd en ef FORD aðdáendur búast við einhverri spennu þá ættu þeir að gleyma þessari. Sem sagt mjög þægileg mynd og vel þess virði að eyða einni kvöldstund. Eflaust mun meira vídeómynd þó en að sjá í bíó bíð spenntur eftir WHAT LIES BENEATH sem kemur í haust með FORD.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það eru Harrison Ford og Kristin Scott Thomas sem fara á kostum í þessari kvikmynd óskarsverðlaunaleikstjórans Sydney Pollack (Out of Africa, Tootsie, The Firm) um tvo gjörólíka einstaklinga sem þekkjast ekki neitt en komast að því að þau eiga meira sameiginlegt en nokkurn gat grunað. Harrison Ford leikur lögreglumanninn Dutch Van Den Broeck sem starfar í innra eftirliti lögreglunnar og er nú um stundir að rannsaka mál lögreglumanns sem grunaður er um að hafa myrt vitni. Kristin Scott Thomas leikur hinsvegar stjórnmálakonuna Kay Chandler sem hefur boðið sig fram til þingsetu og stendur nú í harðri kosningabaráttu. Þau Dutch og Kay þekkjast ekki neitt en þegar flugvél nokkur hrapar og allir farþegar hennar farast kemur í ljós að makar þeirra beggja voru um borð. Og það er ekki nóg með það heldur sátu þau hlið við hlið og í farþegaskránni voru þau skrifuð inn sem hjón. Það lítur því út fyrir að þau hafi átt í leynilegu ástarsambandi sem hvorki Kay né Dutch höfðu nokkra hugmynd um að ætti sér stað. Þetta kemur þeim báðum auðvitað verulega á óvart enda héldu þau hvort fyrir sig að þau væru í traustu hjónabandi. Samt sem áður ákveða þau að afgreiða málið hvort með sínum hætti: Á meðan Kay vill einfaldlega grafa leyndardóminn með eiginmanni sínum og halda áfram með líf sitt vill Dutch komast til botns í því hvað gerðist og hve lengi eiginkona hans hafði verið honum ótrú. Og rannsókn hans á eftir að hafa afdrifaríkari afleiðingar fyrir þau bæði en hægt var að sjá fyrir. Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Warren Adler (gerði handritið að hinni óviðjafnanlegu "War of the Roses"), en handritið skrifar Darryl Ponicsan sem skrifaði einnig myndir eins og "The Last Detail", "Nuts" og "School Ties". Þrátt fyrir ágætt efni er eins og eitthvað vanti í þessa kvikmynd, handritið er hálf bragðdauft en mér aðalleikararnir bjarga henni að nokkru fyrir horn. En hún er engu að síður ágætis skemmtun sem vert er að mæla með að fólk sjái, í það minnsta þeir sem eru hrifnir af dramatískum kvikmyndum. Hasarmyndaunnendur hvet ég til að kíkja á eitthvað annað. Ég gef "Random Hearts" tvær og hálfa stjörnu og vona að Sydney Pollack fari nú að senda frá sér einhverja úrvalsmynd á borð við hinar óviðjafnanlegu kvikmyndir sem hann gerði á níunda áratugnum. Þessi mynd er brandari samanborið við þær myndir sem ég nefni ég hér að ofan. En ágæt engu að síður
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn