Það er óskarsverðlaunaleikstjórinn Sydney Pollack sem leikstýrir Tom Cruise og öðrum úrvalsleikurum í þessari stórgóðu spennumynd. Tom Cruise leikur hér Mitch McDeere, nýútskrifaðan...
The Firm (1993)
"They made him an offer he should have refused"
Mitch McDeere er ungur maður sem á framtíðina fyrir sér í lögfræðinni.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Mitch McDeere er ungur maður sem á framtíðina fyrir sér í lögfræðinni. Hann er um það bil að klára embættisprófið sitt, þegar fulltrúi frá "Fyrirtækinu" kemur til hans og gerir honum tilboð sem hann getur ekki hafnað. Hann heillast af gylliboðum, peningum og gjöfum, en kemur ekki auga á það sem er skuggalegt við fyrirtækið. Þá gerist það að tveir starfsmenn fyrirtækisins eru myrtir. Alríkislögreglan, FBI, kemur til hans og biður hann um upplýsingar og skyndilega er líf hans í rúst. Hann á um að velja að vinna fyrir FBI, eða vera áfram hjá Fyrirtækinu. Í báðum tilfellum mun hann glata lífinu sínu eins og hann þekkir það í dag. Mitch sér að eina leiðin út úr þessu er að búa til sína eigin áætlun til að sleppa út úr þessu. Myndin er byggð á spennusögu John Grisham, The Firm.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

































