Náðu í appið
Hanging Up

Hanging Up (2000)

"Every family has a few hang-ups."

1 klst 33 mín2000

Georgia Mozell, Eve Marks og Maddy Mozell eru systur.

Rotten Tomatoes13%
Metacritic33
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Georgia Mozell, Eve Marks og Maddy Mozell eru systur. Georgia er ritstjóri vinsæls kventímarits. Hún gerir allt hvað hún getur til að vekja athygli. Eve skipuleggur veislur, og er ábyrgðarfulla móðurímyndin í hópnum, ekki bara fyrir eigin fjölskyldu, heldur einnig fyrir systkini sín og föður þar sem móðir þeirra, Pat, yfirgaf föður þeirra tilfinningalega þegar þau skildu, sem og dæturnar. Maddy er andlaus sápuóperuleikkona, sem hefur alltaf átt í vandræðum með eigin sjálfsmynd. Þó svo hún sé upptekin af eigin lífi og annarra, þá er Eve sú eina af þeim þremur sem sinnir þrasgjörnum 97 ára gömlum föður þeirra sem liggur á sjúkrahúsi, Lou Mozell, þegar hann fær fyrstu merki elliglapa, og fleira. Eve sinnir Lou, þrátt fyrir sársaukafullt atvik sem hún lenti í með honum sjö árum áður. Eftir því sem það tekur meira og meira á taugarnar að sinna honum, þá þarf Eve að finna út hvernig hún geti haldið geðheilsunni, á sama tíma og hún þarf að sinna systrum sínum, sem telja sig vera að hjálpa til við aðhlynningu föður þeirra, þó svo að þær lyfti ekki litla fingri.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Nora Ephron Productions
Laurence Mark ProductionsUS
Columbia PicturesUS

Gagnrýni notenda (2)

Hreint kostuleg kvikmynd sem lýsir sambandi þriggja systra sem gera sitt besta til að lifa lífinu og fást þær við allt sem lífið hefur uppá að bjóða. Þær berjast í gegnum súrt og sæ...