Það er alltaf yndislegt að grafa upp gamlar vanmetnar myndir og komast að því hve frábærar þær séu, líkt og The Ninth Gate í þessu tilfelli, mynd sem ég einfaldlega fattaði ekki á yng...
The Ninth Gate (1999)
"Every book has a life of its own..."
Dean Corso býr í New York.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
KynlífSöguþráður
Dean Corso býr í New York. Hann braskar með bækur sem hann er sérfræðingur í, og er félagi Bernie, sem á bókabúð. Þekktur safnari bóka um djöfulinn, Boris Balkan, hefur samband við hann en hann er nýbúinn að kaupa hina mjög svo sjaldgæfu The Nine Gates of the Kingdom of Shadows frá safnaranum Andrew Telver, og vill að Corso sannreyni hvort bókin er ekta eða fölsuð. Balkan segir að bókin hafi verið samin af rithöfundinum Aristide Torchia, árið 1666, í samvinnu við Lúsífer sjálfan, og hann hafi verið brenndur á báli ásamt öllum verkum sínum. Aðeins eru til þrjú eintök að talið er af The Nine Gates, en í bækurnar er grafin myndgáta sem á að særa fram djöfulinn. Corso er efasemdarmaður, en tekur að sér verkefnið og flýgur til Sintra í Portúgal og Parísar í Frakklandi til að tala við eigendur hinna tveggja eintaka bókarinnar, Victor Fargas og Kessler barónessu. Á sama tíma þá biður hann Bernie að fela hina sjaldgæfu bók. Áður en hann fer til Evrópu, þá vill Liana Telfer endurheimta bókina, og á síðan samræði við Corso, en hann lætur bókina ekki af hendi. Þegar Corso kemur í bókabúðina aftur, þá kemur hann að vini sínum myrtum í búðinni, í sömu stellingu og myndin sem er grafin á bókina. Corso fer til Toledo á Spáni til að hitta Ceniza tvíburana, og fær þar meiri upplýsingar um The Ninth Gate. Í ferð sinni til Evrópu þá er hann eltur af Liana og lífverði hennar, sem er meðlimur í The Order of the Silver Serpents, en fær vernd frá dularfullri stúlku með yfirnáttúrulega hæfileika. Á sama tíma eru eigendur hinna tveggja eintaka bókarinnar myrtir. Corso verður heltekinn af bókinni og ljóstrar upp sannleikanum um hana.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Gagnrýni notenda (10)
Roman Polanski sannar sig vel og Johnny Depp er snillingur, þetta er uppáhaldsmyndin mín og ein sú besta sem örugglega hefur verið gerð um svona mysterious hluti, Johnny Depp og Emmanuelle Seig...
The ninth gate er frásögn af bókasérfræðingi(annars mjög vel leikinn af Johnny Depp)sem kemst í hann krappan þegar hann leitar að mikilvægum skruddum fyrir múraðan skjólstæðing sinn. B...
Allgreinilegt að sumir hér að ofan hafa herfilega misskilið, eða hreinlega alls ekki skilið, umrædda mynd. Snilldarræma með glæsilegum endi, ljómandi vel leikin, skrifuð, tekin og leik...
Ein besta hrollvekja seinustu ára sem fjallar um manninn Dean Corso bókasafnara sem hefur sérstakann áhuga af Djöflinum en er svo ráðinn til að finna út hvort einhverjar af þrem bækum sé f...
Biðin eftir nýrri Polanski mynd var orðin löng, en hún var þess virði. The Ninth Gate er mjög góð hrollvekja, sem er virkilega þess virði að sjá í kvikmyndahúsi og síðan eignast á D...
Þessi mynd er um áhugavert efni, og fær hún stjörnuna fyrir það. En bullið sem hún gengur fyrir er agalegt, kannski er þetta útaf því að ég ER ALLS EKKI aðdáandi Roman Polanski en þe...
The Ninth Gate er líklegast besta mynd um djöfulinn sem þið munuð sjá á þessu ári. Ekki það að þær verði margar, en þar sem ég hef ekki séð nógu margar myndir um djöfulinn og þes...
Spennutryllir með yfirnáttúrulegu ívafi þar sem Johnny Depp leikur fégráðugan bókmenntasérfræðing sem er ráðinn af ríkum kúnna til þess að hafa upp á mörghundruð ára gömlum bók...





















