Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Það er alltaf yndislegt að grafa upp gamlar vanmetnar myndir og komast að því hve frábærar þær séu, líkt og The Ninth Gate í þessu tilfelli, mynd sem ég einfaldlega fattaði ekki á yngri og einfaldari tímum en núna elska hana. Kannski er ást einum of sterkt orð, en ég er að reyna koma því fram hve góð mér finnst hún vera þá sérstaklega miðað við fyrri áhorf og þá sérstaklega miðað við gagnrýnendur sem blöstuðu myndina árið 1999. Það er margt sem heillaði mig, fyrst og fremst söguþráðurinn. Deam Corso (Johnny Depp) er bókarannsóknarmaður/safnari og er ráðinn af Boris Balkan (Frank Langella) til að komast að því ef bókin hans The Nine Gates of the Kingdom of Shadows sé raunverulegt eintak, ef leyndarmálið í þeirri bók er leyst mun sá maður geta gengið til helvítis. Hve oft sér maður svona sögur í kvikmyndum lengur? Hvað gerðist við þessar Satanísku þrillera? Mögulega er ég einn af þeim fáu sem hefur ´soft spot´ fyrir svona myndum. Roman Polanski skapar mjög skringilegt andrúmsloft gegnum alla myndina sem passar þó vel við söguna, myndin hegðar sér mikið eins og spæjaramynd frá 1950 á pörtum en hinsvegar eins og ofurnáttúruleg drama á öðrum. Svo fannst mér einfaldlega gaman að sjá þessa tvo aðalleikara saman, Depp og Langella hitta svo vel á persónurnar, báðir stórfurðulegir menn sem þróa sömu þráhyggjuna, en þeir eru alls ekki annað dæmi um góða og vonda kallinn. Ég held að til þess að líka vel við þessa mynd fer aðallega eftir hve miklum furðuleika þú getur höndlað, þetta er einnig löng mynd með gífurlega miklum díalog, ef myndin er ekki að halda þér vakandi fyrstu þrjátíu mínúturnar þá efa ég að þér muni líka vel við hana. Fyrir mig þá var The Ninth Gate aldrei leiðinleg, ekki í eina einustu sekúndu, efnið var alltaf merkilegt og þrátt fyrir hæga sögu þá fann ég aldrei fyrir lengdinni. Í raun ertu að fylgjast með Johnny Depp lenda í fáranlegum aðstæðum í rétt meira en tvo klukkutíma, sumir þola það lengur en aðrir býst ég við. The Ninth Gate er að mínu mati ein af bestu myndum árið 1999, og einhver sérstakasta mynd sem ég hef séð.
Roman Polanski sannar sig vel og Johnny Depp er snillingur, þetta er uppáhaldsmyndin mín og ein sú besta sem örugglega hefur verið gerð um svona mysterious hluti, Johnny Depp og Emmanuelle Seigner eru frábær bæði tvo í þessari mynd og allir sem lesa þessa grein skulu sko sjá þessa mynd.
Þessi mynd hafði áhrif á mig og ég mun aldrei gleyma þessari mynd eða þessum leikurum.
Pure Snilld ! Fjórar ef ekki Fimm stjörnur af fjórum möguleikum !
The ninth gate er frásögn af bókasérfræðingi(annars mjög vel leikinn af Johnny Depp)sem kemst í hann krappan þegar hann leitar að mikilvægum skruddum fyrir múraðan skjólstæðing sinn. Byrjar mjög forvitnilega en þynnist síðan og að áhorfi loknu áttar maður sig á því að það gerðist varla nokkuð. Samt ætla ég að gefa þessari mynd tvær stjörnur því að útlitið og stíllinn hæfir mjög mínum smekk. Svona myndir höfða mikið til mín en þessi verkar kannski ekki alveg. Ýmislegt gott við hana samt sem áður, eins og ég sagði áðan er Johnny Depp alveg í essinu sínu sem aðalsöguhetjan, sýnir og sannar að hann getur brugðið sér í nánast allra kvikinda líki(munið þið eftir Cry baby?) Niðurstaðan er sú að The ninth gate er alveg þokkaleg mynd en bara mislukkaðist(örlítið).
Allgreinilegt að sumir hér að ofan hafa herfilega misskilið, eða hreinlega alls ekki skilið, umrædda mynd.
Snilldarræma með glæsilegum endi, ljómandi vel leikin, skrifuð, tekin og leikstýrt.
Vil ekki eyða orðum í þráð myndarinnar, það er gert um of hér að ofan, en fyrir þá sem unna góðum og gamaldags myndum þá er þetta ein af þeim, gjörið svo vel.
Hér er komin spennumyndin fyrir bókasafnsfræðingana. Ég átti von á meiru frá þessari mynd hún er lítið spennandi og afar fyrirsjáanleg. Johnny Depp er flottur að vana og stendur sig með prýði en það er einfaldlega ekki nóg til að gera þetta að góðri mynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Roman Polanski, Katharine Towne
Framleiðandi
Artisan Entertainment
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
26. maí 2000