Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mjög góð Woody Allen mynd sem minnir mikið á þær gömlu. Woody bæði leikstýrir þessari og leikur aðalhlutverkið eins og svo oft áður. Ray Winkler (Woody Allen) er maður sem dreymir um að verða ríkur og ákveður þá að ræna banka. Hann hefur í huga ásamt 3 öðrum vinum sínum að kaupa búð sem er til sölu en hún er við hliðina á bankanum. Svo ætla þeir að grafa göng og koma inn í bankanum. Frenchy (Tracey Ullman), kona Ray fær svo það starf að baka smákökur en búðin á að vera smákökubúð. Ray og vinir hans höfðu aldrei reiknað með því að smákökurnar hennar Frenchy mundu seljast en þar skjátlaðist þeim illilega. Smákökurnar seljast eins og heitar lummur á meðan Ray og félagar klúðra öllu saman. Einu ári síðar eru Ray og Frency svo orðin rík af smákökunum en þá finnst Ray lífið vera orðið ömurlegt. Nú ætla ég ekki að segja meira frá söguþræði myndarinnar. Þessi mynd var alls ekki vonbrigði og ég get mælt með henni þó hún hafi ekki verið eins fyndin og ég bjóst við en hún var mjög skemmtileg. Woody og Tracey voru líka frábær í sínum hlutverkum svo ég gef Small Time Crooks 3 stjörnur.
Hvað gerðist? Þetta byrjaði svo vel...
Ég veit ekki hvort ég get kallað sjálfan mig Woody Allen-aðdáanda þar sem hann hefur ekki gert góða mynd síðan Everyone Says I Love You, sem kom út árið 1996. Svo á undan henni hafði hann ekki gert góða mynd síðan Crimes and Misdemeanors. Þetta er auðvitað smekksatriði, en mér finnst kallinn vera bara of mistækur stundum. Hins vegar þegar hann er góður, þá er hann ÆÐISLEGUR! enda eru Annie Hall, Bananas, Sleeper og meira að segja þessar áðurnefndu í miklu uppáhaldi hjá mér.
Small Time Crooks byrjar frábærlega og var ég strax orðinn bjartsýnn í kringum fyrsta hálftímann. Húmorinn er góður, söguþráðurinn markviss og leikararnir skemmtilega klikkaðir. Síðan heldur myndin áfram og byrjar að dala og plottið fer út í allar áttir og smám saman byrjaði ég að detta út úr myndinni, og þar af leiðandi var allur afgangurinn frekar ómerkilegur og fljótgleymdur.
Woody sjálfur á fína spretti í einu aðalhlutverkinu, og Michael Rapaport ásamt Tracey Ullman eru líka mjög fyndin á köflum. Handritið (sem er að sjálfsögðu í umsjón Allens) gerir samt persónum sínum ekkert réttlæti síðar meir og verð ég að segja að ég hef sjaldan séð eins ójafna mynd eftir Woody og þessa. Ég gef henni miðjumoðseinkunn fyrir frábæran hálftíma, en klukkutíminn sem er síðan eftir er voða mikið... ekkert!
5/10
Ég veit ekki hvort ég get kallað sjálfan mig Woody Allen-aðdáanda þar sem hann hefur ekki gert góða mynd síðan Everyone Says I Love You, sem kom út árið 1996. Svo á undan henni hafði hann ekki gert góða mynd síðan Crimes and Misdemeanors. Þetta er auðvitað smekksatriði, en mér finnst kallinn vera bara of mistækur stundum. Hins vegar þegar hann er góður, þá er hann ÆÐISLEGUR! enda eru Annie Hall, Bananas, Sleeper og meira að segja þessar áðurnefndu í miklu uppáhaldi hjá mér.
Small Time Crooks byrjar frábærlega og var ég strax orðinn bjartsýnn í kringum fyrsta hálftímann. Húmorinn er góður, söguþráðurinn markviss og leikararnir skemmtilega klikkaðir. Síðan heldur myndin áfram og byrjar að dala og plottið fer út í allar áttir og smám saman byrjaði ég að detta út úr myndinni, og þar af leiðandi var allur afgangurinn frekar ómerkilegur og fljótgleymdur.
Woody sjálfur á fína spretti í einu aðalhlutverkinu, og Michael Rapaport ásamt Tracey Ullman eru líka mjög fyndin á köflum. Handritið (sem er að sjálfsögðu í umsjón Allens) gerir samt persónum sínum ekkert réttlæti síðar meir og verð ég að segja að ég hef sjaldan séð eins ójafna mynd eftir Woody og þessa. Ég gef henni miðjumoðseinkunn fyrir frábæran hálftíma, en klukkutíminn sem er síðan eftir er voða mikið... ekkert!
5/10
Meistari Woody Allen hefur gefið frá sér mörg meistaraverkin. Þó ég segi ekki að Small time crooks sé besta mynd hans til þessa, þá á hún margt sameiginlegt með öðrum myndum hans í seinni tíð. Skemmtilegur söguþráður skondnar senur og samfélagsleg ádeila á ýmsa hluti, samræður sem ekki er hægt að koma á blað og margt fleira sem gerir Woody Allen mynd góða. Ég ætla ekki að fara út í söguþráðinn þið sjáið hann í trailernum. Auðvitað er þetta Allen mynd, en þó var eitt sem vantaði. Samhengi atriða vantaði á köflum og önnur tæknileg mistök sá maður, ef vel var að gáð. Kvikmyndataka ekkert til að hrópa húrra fyrir og allt annað bara venjuleg Hollywood taka. Sem mér finnst persónulega flottust. Leikurinn var bara þokkalegur, ég gat ekki séð neitt athugavert við hann. Niðurstaðan er sú að þessi Woddy Allen mynd er góð mynd og á skilið sæti í fremstu röð í Woody Allen safninu.
Woody Allen er sennilega eini leikstjóri í Ameríku sem hefur algjört listrænt sjálfræði, nema það í þriðju hverri mynd, verður hann að koma fram í viðkomandi mynd. Small Time Crooks er enn þeirra. Þessi mynd poppaði skyndilega upp í sjónvarpinu. Það sagði mér ýmislegt um hvert stefnir með frumsýningar nýrra mynda heima. Versnar með hverju árinu sem líður nema að það sé Bruckenheimer mynd, þá er henni skelt í bíó áður en spyrst út hversu slæm hún er. Þetta er fyrsta myndin sem Woody Allen gerði eftir Sweet and Lowdown með Sean Penn, sem fer auðveldlega á minn lista yfir bestu myndir síðustu ára. Allen hefur ákveðið að gera samtíma sögu í þetta sinn og er það bara gott mál. Það sem mér finnst vera styrkur Woodys er hnitmiðað og fyndin handrit, það á líka um hérna. Þrátt fyrir að verða langt frá hans besta, eru margir góðir brandarar hérna á ferð og alveg þess virði að að kíkja á. Kannski ekkert þynnkubíó, en samt þokkaleg mynd. Margir góðir aukaleikarar eins og Michael Rapaport, Tracy ullman og snillingurinn Jon Lovitz gefa myndinni auka stjörnu. Svo fannst mér Allen sjálfur vera mjög góður í þessari mynd og atriðið þar sem hann kvartar í konuna sína útaf frænda hennar er frábært. Fyndin mynd...
Sorglegt þegar er verið að frumsýna mynd eftir Woody Allen ári eftir að hún var frumsýnd úti, í millitíðinni er hann búin að gera aðra mynd sem er búið að sýna úti, hvað er að?! Ég keypti þessa mynd á DVD fyrir svona þrem mánuðum frekar en að bíða eftir að hún kæmi í bíó hérna. Ég finn fyrir svo mikilli vakningu á snilld Allen á Íslandi en því miður eru kvikmyndahúsin að rústa því með sorglegri frammistöðu í sýna myndir hans, þær koma alltaf ári á eftir. Small Time Crooks er ekki snilld á Allen mælikvarða en er samt fyndin gamanmynd um smáþjófa sem slysast til að slá í gegn. Hugh Grant breytir hér skemmtilega til og leikur hálfgerðan skíthæl, Allen sjálfur er ekki beinlínis í aðalhlutverki hér en þó mikilvægasta persónan á eftir Tracey Ullman.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
5. október 2001
VHS:
31. janúar 2002