Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefna

Bless the Child 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 12. janúar 2001

Mankind's last hope just turned six.

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 4% Critics
The Movies database einkunn 17
/100

Djöflar og hugmyndin um gott og illt, skipta Maggie O´Connor litlu máli. Líf hennar snýst um starf hennar sem hjúkrunarfræðingur við New York spítalann þar sem er ávallt nóg að gera, eða þar til eitt rigningarkvöld þegar systir hennar Jenna yfirgefur ungt einhverft barn sitt. Maggie tekur barnið að sér sem verður dóttirin sem hún aldrei eignaðist. Sex árum... Lesa meira

Djöflar og hugmyndin um gott og illt, skipta Maggie O´Connor litlu máli. Líf hennar snýst um starf hennar sem hjúkrunarfræðingur við New York spítalann þar sem er ávallt nóg að gera, eða þar til eitt rigningarkvöld þegar systir hennar Jenna yfirgefur ungt einhverft barn sitt. Maggie tekur barnið að sér sem verður dóttirin sem hún aldrei eignaðist. Sex árum síðar þá birtist Jenna skyndilega á ný með dularfullan nýjan eiginmann upp á arminn, Eric, og rænir Cody. Þrátt fyrir að lagalega séð hafi Maggie engin yfirráð yfir Cody, þá tekur alríkislögreglumaðurinn John Travis málið að sér þegar hann áttar sig á að Cody er fædd sama dag og nokkur önnur börn sem týnst hafa upp á síðkastið, en Travis er sérfræðingur í morðmálum sem hafa trúarlegan undirtón Það kemur fljótlega í ljós að stúlkan er ekki eins og önnur börn, en hún býr yfir gríðarmiklum krafti sem ill öfl hafa beðið í aldir eftir að ná að stjórna, og ránið á henni kemur af stað átökum á milli hermanna góðs og ills, sem einungis er hægt að leysa með styrk barnsins, og ástinni sem stúlkan vekur í brjóstum þeirra sem hún snertir. ... minna

Aðalleikarar


Já ég verð bara að segja það að ég er allra fegnastur að ég hafi ekki borgað mig inn á þessa vitleysu en ég fékk einmitt boðsmiða á hana og fór ég með vini mínum að sjá þessa mynd... ok en þann dag í dag þá notum við tveir þessa mynd sem dæmi um einhverja þá lélegustu mynd sem að við höfum nokkurn tímann á ævinni séð og við erum að tala um það að við höfum séð allar American Ninja myndirnar, þannig að þetta er frekar slæmt dæmi þarna á ferð... en já Kim Basinger og Christina Ricci fara algjörlega hamförum hér í viðbjóðslega lélegum leik, alveg svona vægt til orða tekið þá myndi ég frekar taka Rollerball maraþon yfir eina helgi frekar en að sjá svo mikið sem trailerinn fyrir þessa mynd aftur... semsagt ALLS EKKI sjá þessa mynd.....vertu blessaður
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Verð að segja að þetta er ein sú algáfulegasta saga sem undirritaður hefur séð í hrollvekjugeiranum síðan ég sá Omen, þó úrvinnsla sé engin fullkomnun. Kim Basinger leikur hér ákaflega velviljaða hjúkrunarkonu sem elur upp systurdóttur sína eftir að systirin stingur af í dóp og óreglu. Barnið er allsérstakt, haldið einhverskonar einhverfu, en greinilegt að meira býr undir. Skemmtilegt að sjá að öfugt við myndir á borð við Omen, Lost Souls og svo ekki sé talað um hina alvondu End of Days virðist Guð ekki alveg fjarlægur, heldur grípur inn í atburðarrásina ef svo ber undir til að létta byrðir síns fólks. Þó einstöku punktar skemmi fyrir er sagan þó það skemmtilega skrifuð, og greinilega af fólki sem vit hefur á trúmálum, að ég sé mig tilneyddan til að splæsa 3 stjörnum á ræmuna, enda hin ágætasta skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þvílík steypa. Henni Kim hefur eitthvað leiðst eftir að hún skildi við Baldwinbróðurinn úr því að hú leikur í þessari vitleysu. Smittarinn sá sæmilegi leikari er þokkalegur hér en ekkert meira en það. Söguþráðurinn er hriplekur og allur leikur líka. Fær eina stjörnu fyrir tæknibrellur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er allt í lagi, Kim Basinger er fín og líka litla stelpan sem leikur Jodie sem er víst Antíkristur eða eitthvað svoleiðis. Bregðuatriðin eru nokkur, ég öskraði nákvæmlega fjórum sinnum (þeir sem ekki eru búnir að sjá myndina ekki lesa lengra), þegar Kim (eða Maggy) kemur inn í herbergi Jodie og allt er yfirfullt af rottum (þá dró ég fæturna upp í stólinn og sat í hnipri það sem eftir var myndarinnar, allur er varinn góður), þegar kerlingin breyttist í púka, þegar kerlingin braut rúðuna á lestinni þegar Kim var að flýja undan henni og þegar sama kerlingin stakk prjónum í augun á góðum kalli. Ég var farin að ókyrrast í seinni helmingnum, mér leiddist einfaldlega, ég þurfti ekki einu sinni að halda í hendina á neinum!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn