Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Deep Rising 1998

Justwatch

Frumsýnd: 17. júlí 1998

Full scream ahead.

106 MÍNEnska

Hópur þungvopnaðra skartgripaþjófa fer um borð á lúxus skemmtiferðaskipi í Suðurhöfum til að ræna því. Í staðinn kemst hann að því að áhöfnin og farþegarnir hafa verið drepin af skrýmsli sem sýgur allt vatn úr líkama þeirra, og lítur út eins og blanda af risastórum smokkfiski og skrýmslinu úr Aliens. Nú eru góð ráð dýr!

Aðalleikarar


Stórskemmtileg skrímslamynd sem tekur sig síður en svo alvarlega. Góðri keyrslu er haldið upp allri tímann og leikarar standa sig með ágætum. Mynd sem er ætlað að skemmta og gerir sig ekki merkilegri en það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ákaflega þunn, leiðinleg og ótrúverðug "hryllingsmynd" sem er álíka hrollvekjandi og sofandi ungabarn. Fjallar um hóp glæpamanna, vopnaðir fullkomlega óskiljanlegum vélbyssum, sem hyggjast ræna skemmtiferðaskip og sökkva því svo eigandinn fái tryggingabætur og græði gnótt. Hinsvegar hafa einhver djúpsjávarskrímsli - sem einmitt geta ekki lifað á yfirborði eða í grunnum sjó - étið bæði áhöfn og farþega að mestu leyti. Takk fyrir það. Nokkrir ágætisleikarar eins og Treat Williams og Famke Janssen gera þó vel, en aðrir ofleika þá á kaf. Varist.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndir eins og Deep Rising eru gerðar eingöngu til að skemmta fólki og gerir þessi mynd einmitt það. Hún er alls ekki góð en hún reynir heldur aldrei að vera það. Stephen Sommers, leikstjóri myndarinnar, hlær líklegast konunglega í hvert skipti sem hann horfir á myndina, og ekkert að því: þessi mynd er fyndin. Ég held að það hafi verið tímaritið Empire sem lýsti þessari mynd hvað best: þú átt kannski eftir að hugsa með þér hvort þú sért að hlæja að myndinni eða með myndinni en þegar öllu er á botninn hvolft ertu alla veganna hlæjandi og að skemmta þér. Mér finnst það einmitt vera kjarni Deep Rising: að skemmta sér. Jú, jú, ég skil það vel ef fólk fer að gagnrýna leikinn, klisjukennt handritið og ófrumlega atburðarrásina, en mér finnst Sommers gefa þessari mynd einhvern blæ sem gerir hana betri en flestar lélegu skrímsla-B-myndirnar. Það er líka alltaf skemmtilegt að horfa á mynd þar sem maður sér það hreinlega að leikararnir eru virkilega að skemmta sér. Það munar bara örlitlu að maður sjái þá stundum, á meðan þeir fara með hallærislegu línurnar sínar, brosandi út í eitt eins og þeir séu að segja okkur: "Við vitum að þetta er hallærislegt, en hverjum er ekki sama? Þetta er mynd um morðóð stökkbreytt skrímsli... VIÐ HVERJU BJÓSTU?!!" Þetta sama viðhorf má líklegast finna hjá Sommers vegna þess að þó myndin gangi aldrei svo langt að vera grínmynd, eða jafnvel að gera grín að sjálfri sér, er einhver undirliggjandi paródía þarna einhvers staðar og húmorinn sem myndin hefur fyrir sjálfri sér leynist þarna í horninu með einhverju skrímslinu. Þessi mynd er svona "wink-wink" mynd þar sem öll hugmyndin er það fáránleg að kvikmyndagerðarmennirnir hafa hreinlega ákveðið að hlæja að þessu öllu saman og skemmta sér konunglega. Ég skemmti mér bara með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er frekar döpur hrollvekja eða spennutryllir um sjávarskrýmsli sem ráðast á skemmtiferðaskip. Það vill svo skemmtilega til að á nákvæmlega sama tíma ætla nokkrir óprúttnir náungar að hertaka og sökkva skipinu ég get ekki sagt ástæðuna án þess að spilla töluvert fyrir þeim eru svo heppnir að hafa ekki séð myndina og hafa þeir ráðið bátamann nokkurn að nafni Finnegan, sem er söguhetjan í myndinni og leikinn af Treat Williams, til að koma sér til skipsins langt úti á Kínahafi. Myndin er alveg uppfull af klisjum. Óvinirnir eru allir stereótýpur, heilalausir harðjaxlar og "bregðuatriðin" eru svo innilega útreiknanlega að það hálfa væri nóg. Það er góður slatti af tæknibrellum og þær eru flestar í meðallagi. Leikararnir vinna svona bærilega úr þeirri hörmung sem handritið er. Það er reyndar ein persóna, aðstoðarmaður Finnegans, sem er svo ótrúlega pirrandi að maður beið spenntur eftir að skrýmslin næðu honum. Mér fannst þetta vera hræðilega heimskuleg mynd og þó hún nái sér nokkrum sinnum upp í meðallag þá er varla neitt gott um hana að segja. Harðir vísindaskáldskapsaðdáendur geta hugsanlega setið í gegnum hana án þess að leiðast en öllum öðrum myndi ég ráðleggja að forðast hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.08.2010

Sommers tæklar G.I. Joe 2

Þessar fréttir koma svosem engum á óvart en í smátíma var mikil óvissa í kringum það hver ætti að leikstýra framhaldinu á G.I. Joe, sem græddi talsverðan pening í fyrrasumar en var ekki beinlínis í góðu áliti...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn