Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Það er óskup lítið sem gerist í þessari dramatískri Bandarískri klisju. En jú jú hún er ágæt. Þetta er um svertingja sem vill vera kafari. En það er víst svolítið erfit því það vara doltið kynþáttahatur á þessum tíma. En hann ætlar sér að vera kafari og allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Frábær mynd sem er byggð á sannri sögu um svartan kafara sem ætlar að ná toppnum. Robert De Niro og Cuba Gooding Jr. eru frábærir í myndinni.
Robert DeNiro hefur fyrir löngu sannað það að hann er frábær leikari og ekki bregst hann í þessari mynd. Cuba Gooding er einnig mjög góður. Þetta er bara virkilega góð mynd sem óhætt er að mæla með fyrir alla, og ekki skemmir það að hún er byggð á sannri sögu.
Fór á þessa mynd og vænti þess að hún væri góð, enda tveir mjög færir leikarar sem bera hana uppi. En ég varð ekkert fyrir smá miklum vonbrigðum. Bara enn ein Ameríska myndin sem skilur ekkert eftir sig. Og endirinn..shi mar..þvílíka væmnin. Hrillingur. Merkilegt hvað Bandaríkjamenn gera MIKIÐ af svona væmnum myndum. Ég gef þessari mynd tvær stjörnur. Eina fyrir De Niro og Cuba fær hina.
Cuba Gooding Jr. leikur Carl Brashear sem stefnir á að verða besti kafari í bandaríska hernum. Þar sem hann er á vitlausum stað á vitlausum tíma (og svartur í þokkabót) gengur honum ekkert alltof vel en sannar þó að það má sigra ýmislegt á þrjóskunni. Leslie Sunday sem Robert DeNiro leikur gerir honum lífið ekki auðveldara í upphafi en fljótt sameinast þrjóskan í þeim báðum og úr því verður amerískur endir á þessari sæmilegu ræmi, Men of Honor.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
11. apríl 2001